miðvikudagur, apríl 12, 2006

Páskafrí


Þá erum við skólafólkið komin í páskafrí. Tómas kom til okkar á föstudaginn og Brynjar er alveg í skýjunum með það! Við fórum í morgunverð á gulum degi í Nóaborg í morgun og Brynjar var klæddur gulu og kom heim með gulan páskaunga og bláan túlípana sem hann bjó til. Strákarnir eru duglegir við að dunda sér hér heima og við skjótumst í sund og í búðir inn á milli.

Ég er búin að taka að mér að vera með umsjón með listasýningum sem settar verða upp í Grunnskólanum á Hólmavík á Hamingjudögum þann 29. júní - 2. júlí n.k. Ég er strax byrjuð að skipuleggja og undirbúa sýninguna og hlakka mikið til að takast á við þetta verkefni.
Nú er bara málið að vera dugleg að læra og þrauka út apríl og miðan maí því eftir það eigum við skemmtilega ferð fyrir höndum og allt sumarið framundan.

6 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Þú verður að taka myndir af sýningunum þar sem ég verð ekki heima! Það er sama "mission" og hjá mér, apríl og maí og svo er maður farinn á vit ævintýranna! (og svo kem ég heim og á alltaf heitt á könnunni handa þér-verst að sjá ykkur ekkert um páskana!)

12 apríl, 2006 18:39  
Anonymous Nafnlaus said...

spennandi verkefni Hildur mín .. og alveg EKTA þú! .. það eru svo skemmtilegir tímar framundan hjá´þér mín kæra.. einsog þú segir, bara að þrauka út prófin ;o) knús knús knús knús

Ingan þín

12 apríl, 2006 20:03  
Anonymous Nafnlaus said...

Hafðu það gott um páskana og gangi þér vel að læra :)

Bestu kveðjur
Ragga

13 apríl, 2006 08:29  
Anonymous Nafnlaus said...

Hafið þið það gott um páskana og alltaf Gleðilega Páska

15 apríl, 2006 10:52  
Anonymous Nafnlaus said...

Hafið þið það gott um páskana og alltaf Gleðilega Páska

15 apríl, 2006 10:53  
Anonymous Nafnlaus said...

Gleðilega páska til allra:) kveðja Hafrún

16 apríl, 2006 22:20  

Skrifa ummæli

<< Home