Brún augu - takk fyrir!
Þá er komið nóg af ferðalögum í bili. Við hjónakornin erum búin að fara norður á Strandir fjórum sinnum á þessu ári og núna um helgina skelltum við okkur í sumarbústað í Miðhúsaskógi með góðvinum okkar. Brynjar Freyr var hjá ömmu og afa á Hofteignum þannig að þetta var algjört dekur. Við fórum með Sonju og Snorra, Sigrúnu, Hödda og Þorbjörgu Ingu og það var einstaklega gaman - kæru vinir, ástarþakkir fyrir samveruna! :*
Ég var að koma með Brynjar frá augnlækni og það hefur verið tekin ákvörðun um það að litli maðurinn fer í augnaðgerð þann 18. apríl n.k. Það á að laga sjónskekkju í báðum augum og verður hann svæfður og skorinn á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði. Ég verð nú að viðurkenna það að ég er svolítið kvíðin en Brynjar er svo duglegur og hraustur að þetta verður örugglega ekkert mál. Þegar við vorum að ganga út frá lækninum tilkynnti hann mér að hann ætlaði að fá brún augu í aðgerðinni! Þannig er að Jón Gísli föðurbróðir hans var hjá okkur í nokkra daga í síðustu viku þar sem hann var í laser-augnaðgerð ,,til að láta laga augun sín" og hann kom út með brún augu og engin gleraugu!
Það eru 54 dagar þangað til við förum til Spánar.
5 Comments:
Hæ elskan!
Og takk fyrir sætar afmæliskveðjur í smsi og á strandir.is. Gaman að heyra að þú hefur tekið þér dekurhelgi, það er algjör nauðsyn öðru hvoru... og þá styttist nú í dekrið á spáni (69 dagar hjá okkur!) verst ef þú kemur ekkert um páskana, þá gæti nú kalda hvítlaukssósan nú verið farin að skemmast...
vá það styttist óðum í spánið!! æði gæði! Þið munið njóta lífsins, mundu bara að taka vodkapelann með :) híhíhí...
Já hann Brynjar er svo duglegur þannig að mamma gamla þarf líklegast engu að kvíða.
kv
Þorbjörg
Vodkinn verður skilinn eftir :(
Sæl ástin mín, gangi ykkur rosalega vel í aðgerðinni, mun hann losna við gleraugun eftir hana eða?
Hafið það gott.
Lovjú!!
Og styttist líka í Húsafell
gangi svo Brynjari vel með augun sín blá.
Skrifa ummæli
<< Home