föstudagur, febrúar 03, 2006

Á leið norður...

Nú er u.þ.b. fimmtu viku ársins að ljúka. Tíminn flýgur áfram og alltaf taka við ný og ný verkefni. Það er að sjálfsögðu nóg að gera í skólanum þar sem ég er að fást við ný og spennandi verkefni á hverjum degi. Ég er búin að vera í viku í áheyrn í Sjálandsskóla í Garðabæ og verð þar alla næstu viku. Sjálandsskóli er enginn venjulegur grunnskóli - þetta er opinn skóli með nemendum í 1. til 6. bekk. Við erum að tala um að 1.-6. bekkur eru saman í einu stóru rými - engir veggir í rauninni. Mjög athyglisvert og fróðlegt - meira um það síðar.
Tómas kom til okkar um síðustu helgi og var fram á mánudagskvöld. Við brölluðum ýmislegt saman og fórum í matarboð til foreldra besta vinar hans Brynjars. Þau voru svo elskuleg að bjóða okkur í mat og voru sannir höfðingjar heim að sækja! Við kíktum í Grímsnesið til pabba og Agnesar og hittum þar Geira, Ósk og börnin sem eru nýkomin frá Kanarý. Við ætlum að skella okkur norður á þorrablót á morgun. Brynjar verður eftir hjá ömmu og afa á Hofteignum og við gistum bara eina nótt.
Við vorum að fjárfesta í myndavél, engri venjulegri myndavél! Canon EOS 300D. Nú verður fyrst gaman að taka myndir :o)
Mér finnst bara eins og það sé komið vor, en ég læt ekki blekkjast.

7 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hæ, hæ !
Ertu ekki orðin spennt að fara norður. Mig hlakkar svo til að sjá Ingu sis leika. Sjáumst þá annað kvöld. Kv. Hildur

03 febrúar, 2006 18:14  
Anonymous Nafnlaus said...

OOO ég hlakka svo til að fá ykkur!

04 febrúar, 2006 00:20  
Anonymous Nafnlaus said...

þessi myndavél er algjört beauty!;) þú verður semsagt tryllt í myndatökum hér eftir..

við þurfum að farað taka léttan hitting fljótlega!

kv
Flóin

08 febrúar, 2006 16:46  
Blogger Katla Jör said...

Úff mig fýsir að vita hvernig gengur að hafa svona opinn skóla? Endilega komdu með þína sýn á það skvís :D

Ég var nefnilega að vinna á leikskóla sem í upphafi var hugsaður á slíkan hátt. En þegar ég var að byrja höfðu húsráðendur smátt og smátt verið að vinna í því að hola hann niður í smærri rými því þeim fannst þetta ekki ganga! Ég get sko sagt þér það að á þeim dögum þegar litlu elskunum gengur hvað best í samkeppninni um að slá desibel met að þá vill maður ekkert frekar en að geta lokað sig að einn og einn með nokkra gríslinga hver! Auðveldara að hafa hemil á 30 mjög virkum elskum í smáum hópum hehehe :D

xxx
Katlan

10 febrúar, 2006 15:55  
Anonymous Nafnlaus said...

Ertu nokkuð á leið suður mín kæra kæra kæra..

;) híhíhí

kv
litla flóin.

19 febrúar, 2006 12:51  
Anonymous Nafnlaus said...

já tek undir hjá síðasta ræðumanni..
ertu nokkuð flutt aftur norður? ;)

21 febrúar, 2006 19:48  
Anonymous Nafnlaus said...

Sakna þín og elska...

YOU VE BEEN HIT BY THE

|^^^^^^^^^^^^|
|BEAUTIFUL truck | |\\\"\\\"\\\";.., ___.
|_..._...______===|= _|__|..., ] |
\\\"(@ ) (@ )\\\"\\\"\\\"\\\"*|(@ )(@ )*****(@

ONCE YOU VE BEEN HIT, YOU HAVE TO HIT 8 Beautiful People IF YOU GET HIT AGAIN YOU LL KNOW YOU
ARE REALLY BEAUTIFUL! IF YOU BRAKE THE CHAIN, YOU LL BE CURSED WITH UGLYNESS FOR 10 YEARS SO PASS IT HIT WHO EVER YOU THINK IS BEAUTIFUL!

14 mars, 2006 13:27  

Skrifa ummæli

<< Home