ESSENS
Á mánudaginn kíkti ég á sýningu á Kjarvalsstöðum í tilefni 120 ára afmælis listamannsins Jóhannes S. Kjarval – ESSENS. Á sýningunni mátti sjá tvö meginstef, eða essens, sem eru uppistaðan í lífsverki hans. Annars vegar landið eins og það kemur honum fyrir sjónir í allri sinni fjölbreytni og hins vegar lífið í landinu.
Það var mjög áhugavert að sjá þróun Kjarvals í myndlistinni og sjá þá þrjá meginpóla sem hann hefur tekið á ferlinu þ.e. landslag, fígurur og fantasía. Ég heillaðist sérstaklega af fantasíunni þar sem form og litir einkenna málverkin. Kjarval hefur að sjálfsögðu verið svolítill furðufugl og það er greinilegt að hann hefur tengst náttúrunni einstökum böndum þar sem hann lá nærri allt árið um kring í botnlausu tjaldi og skissaði upp myndir sínar.
Það var mjög áhugavert að sjá þróun Kjarvals í myndlistinni og sjá þá þrjá meginpóla sem hann hefur tekið á ferlinu þ.e. landslag, fígurur og fantasía. Ég heillaðist sérstaklega af fantasíunni þar sem form og litir einkenna málverkin. Kjarval hefur að sjálfsögðu verið svolítill furðufugl og það er greinilegt að hann hefur tengst náttúrunni einstökum böndum þar sem hann lá nærri allt árið um kring í botnlausu tjaldi og skissaði upp myndir sínar.
Ég komst að því að sú mynd sem ég hafði dregið upp af verkum Kjarvals voru teikningarnar hans og lagni hans að leika sér að línunni og mynstri en komst að því að það er aðeins brotabrot af því sem einkennir verk Kjarvals. Það er í raun umhverfið hverju sinni sem hefur veitt honum innblástur og einkennast myndir hans af því. Vestursalur Kjarvalsstaða var t.d. helgaður landinu og mátti þar finna myndir m.a. frá Þingvöllum, Snæfellsnesi, Austfjörðum og nágrenni Reykjavíkur. Því hefur einmitt verið haldið fram, að í gegnum augu Kjarvals hafi Íslendingar lært að sjá land sitt í nýju ljósi.
Í verkum hans má sjá ólíkar birtingarmyndir hins raunverulega og hins skynjaða, þess sem hugurinn nemur, ekki síður en þess sem augað sér. Hann teiknaði og rissaði upp andlitsmyndir af því fólki sem á vegi hans varð, en margar teikninga hans eru fantasíur og endurspegla ævintýralegt ímyndunarafl listamannsins og frjóan huga í frjálsri og óheftri tjáningu. Ótalin eru þá myndskreytt fuglabréf og kort til vina og vandamanna, auk annarra viðfangsefna.
Ég hvet alla til að kíkja á Kjarvalsstaði á sýninguna ESSENS sem verður til 19. mars 2006.
1 Comments:
Þú ert svo listræn mín kæra!
vonandi líður Brynjari betur.
knús og kossar frá Inguló könguló!
Skrifa ummæli
<< Home