fimmtudagur, mars 23, 2006

I´m back!

Góðan og blessaðan daginn!

Var að koma úr klippingu frá henni Selmu minni og bara voða glöð og ánægð með það. Nú fer vettvangsnámi mínu í Sjálandsskóla að ljúka en við Guðrún Dóra erum búnar að sjá um kennsluna hjá 1. og 2. bekk síðustu tvær vikur og það gengið ljómandi vel. Það er að sjálfsögðu brjálað að gera í skólanum og ég er nýbúin að skila 60 síðna kennsluverkefni og vinna þrjú stór verkefni og einkunnirnar 9.0, 9.5 og 10! Námið liggur mjög vel fyrir mér og mér finnst ég alltaf vera að læra eitthvað nýtt og gagnlegt. Ég er strax farin að skoða hvaða framhaldsnám ég ætla mér í haustið 2007 :)

Addi vinnur og vinnur, yfirleitt á 12 tíma vöktum og við sjáumst ekki mikið þessa dagana. Við hlökkum mikið til að komast norður í sumar í íbúðina okkar, rólegheitin og sveitaloftið.

Við erum búin að panta okkur ferð til spánar í sumar, nánar tiltekið til Albir – rétt við Benidorm. Við munum dvelja á Albir Garden í 12 daga með báða strákana okkar og stefnum að því að hafa það rosalega gott. Eftir það er það bara Hólmavík-City!
Við erum keppendur í Spurningakeppni Strandamanna í ár og erum komin í 4ra liða úrslit af þeim 12 liðum sem tóku þátt í upphafi. Síðasta kvöldið er á sunnudaginn þar sem við keppum við kennara Grunnskólans á Hólmavík og ætlum að sjálfsögðu að vinn´etta tremma í hel! ;)
Munið eftir Aðþrengdum eiginkonum í kvöld elskurnar...

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

En hvað er gaman að sjá að þú ert farin að láta heyra íþér aftur! Gangi ykkur bara vel á sunnudaginn og sjáumst vonandi þá.
Kveðja INga

24 mars, 2006 13:47  
Anonymous Nafnlaus said...

En yndislegt, við vorum á Albir í fyrra ;)

27 mars, 2006 12:51  

Skrifa ummæli

<< Home