mánudagur, janúar 09, 2006

300 þúsundasti íbúi landsins!

Erla vinkona er búinn að eignast dreng og hann telst 300 þúsundasti íbúi landsins :o)

Mannfjöldaklukka Hagstofunnar sló 300.000 um klukkan 7 í morgun. Hagstofan segir að það þyki við hæfi að það barn, sem fæddist hér á landi sem næst þessum tíma, teljist þrjú hundruð þúsundasti íbúi landsins. Þetta er drengur sem fæddist á fæðingardeild Landspítala-háskólasjúkrahúss á sjöunda tímanum í morgun, sonur Erlu Maríu Andrésdóttur og Haraldar Arnarsonar í Reykjanesbæ. Hagstofan setti nýlega á vef sinn svonefnda mannfjöldaklukku í tilefni af því að íbúar landsins nálguðust 300.000. Talning mannfjöldaklukkunnar byggðist á stöðu íbúaskrár dag frá degi og raunverulegum og áætluðum fjölda fæðinga, andláta og skráninga á fólki sem fluttist til landsins og frá því. Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra, og Hallgrímur Snorrason, hagstofustjóri ætla að heimsækja drenginn og foreldra hans á fæðingardeildina á morgun. mbl.is
Innilega til hamingju Erla og Halli :o)

5 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

í alvöru.. var það vinkona þín sem átti hann.. ég sá þetta í fréttunum áðan en þreyttir foreldrar treystu sér ekki í viðtal:)

æji en æðislegt.. merkisddrengur litli snáðinn!

09 janúar, 2006 20:48  
Anonymous Nafnlaus said...

En gaman!

09 janúar, 2006 22:20  
Anonymous Nafnlaus said...

Sniðugt!

10 janúar, 2006 12:26  
Anonymous Nafnlaus said...

hahaha fyndið. Ég var spennt að heyra nöfnin á foreldrunum þegar ég heyrði að barnið var frá Reykjanesbæ.. Og tengdi bara Erlu Maríu nafnið bara við Erlu vinkonu þína... en vissi ekki föðurnafn á henni. :) Þú skilar kannski hamingjuóskum til hennar með litla snáðann :)

10 janúar, 2006 14:18  
Anonymous Nafnlaus said...

djöf ég missti af fostráðherranum
Hvar var ég?????

10 janúar, 2006 21:00  

Skrifa ummæli

<< Home