miðvikudagur, apríl 20, 2005

Lærdómur og próf!

Já nú tekur við mikil lærdómstörn - bæði hjá mér og Adda. Framundan hjá mér er kennsluáætlun, sérkennsluverkefni og dagbókarverkefni. Ég veit svosum að þessi orð útskýra sig ekki sjálf, en eitt er víst að það er alltaf óþægilegt þegar kennarar demba á mann verkefnum svona rétt fyrir próf. Fyrsta prófið mitt er 3. maí! Nú er bara málið að rumpa þessum verkefnum af og leggjast síðan yfir bækurnar.

Sumardagurinn fyrsti er á morgun og það má með sanni segja að það sé vor í lofti hér á Hólmavík. Sólin skín og mælirinn sýndi mér 12 stiga hita áðan. Ég fann það alveg á krökkunum í dag að það er erfitt að sitja inni og læra undir svona kringumstæðum :) En það er jú frí á morgun, þannig að það er um að gera að gera eitthvað skemmtilegt í góða veðrinu!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home