fimmtudagur, apríl 14, 2005

Heimsókn á Nóaborg!

Það merkilegasta sem ég gerði í dag var það að heimsækja leikskólann Nóaborg í Stangarholti þar sem Brynjar minn byrjar þann 15. ágúst n.k. Þar eru um 66 börn á 3 deildum; Fiðrildadeild er með börn 1-3 ára, Fiskadeild er með 3-4 ára börn og Fíladeild er með 4-6 ára börn. Brynjar fer þá á Fiskadeild þar sem hann verður 3 ára í september. Leikskólinn starfar skv. Aðalnámskrá leikskóla með sérstaka áherslu á stærðfræðivinnu með börnunum. Unnið er með stærðfræðina í daglegu starfi leikskólans, í hópastarfi, matmálstímum, vali, fataherbergi, samverustundum o.fl. Þau leitast þá við að finna stærðfræðina í þeirra nánasta og daglega umhverfi og leika sér með hana. Mér leist mjög vel á þetta allt saman og það besta er að hann er í göngufæri frá bæði íbúðinni og skólanum!

Ég fór á skrifstofu BN (Byggingafélags Námsmanna) og skrifaði undir leigusamninginn. Það er ákveðinn léttir að vera búin að því - einhvernveginn. Þar kemur fram að við erum með sítengingu, ísskáp og þvottavél innifalið í leigunni - sem ég kalla bara mjög gott. En þar kemur skýrt fram að við megum ekki hafa kisu litlu með okkur :( Við sjáum til hvernig við leysum það mál...

Þar sem Sigrún vinkona er komin upp á spítala verður ekki mikið úr heimsókninni til hennar. Ásdís tengdamamma ætlar að koma með Brynjar á okkar bíl til Reykjavíkur á morgun, þar sem Addi kemst ekki suður vegna anna. Við erum boðin í mat til Kristínar og Gísla annað kvöld og til pabba og Agnesar á laugardagskvöldið. Síðan á tengdó afmæli á laugardaginn og hver veit nema að við séum með eitthvað óvænt í pokahorninu af því tilefni :)

5 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Þetta er nú gaman að heyra :)

15 apríl, 2005 09:52  
Anonymous Nafnlaus said...

Við erum að tala um 750 Mb á mánuði af erlendu niðurhali frítt!!! Það er nú eitthvað fyrir þig Addi minn ;)

15 apríl, 2005 11:59  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég fékk þessa athugasemd frá Habbý og það eru kannski fleiri í sömu vandræðum:

Habbý: æji, ég get ekkert kommentað þarna, þarf að signa mig inn og eitthvað bull.

Hildur: Nei nei - Habbý mín, þú skrifar bara skilaboðin, þú setur hakið bara við ,,other" og skrifar nafnið þitt í ,,name" og heimasíðurna þína í ,,your web page" og ýtir svo á bláa hnappinn ,,publish your comment" og þá er það komið!

17 apríl, 2005 19:08  
Anonymous Nafnlaus said...

Það þarf ekki einu sinni að skrifa inn vefsíðuna, nóg að setja inn nafn bara.

18 apríl, 2005 14:35  
Anonymous Nafnlaus said...

Einmitt :)

18 apríl, 2005 18:14  

Skrifa ummæli

<< Home