mánudagur, apríl 11, 2005

Ryksugan á fullu....


Jæja nú er ég óðum að klára æfingakennsluna á miðstigi grunnskólans eða í 5. og 6. bekk Grunnskólans á Hólmavík. Á morgun erum við með sýningu uppi í skóla á þemaverkefninu um Snorra Sturluson. Við tekur staðlota í Reykjavík. Ég fæ far suður eftir vinnu á morgun og svo koma strákarnir mínir og sækja mig um næstu helgi.

Við hjúin erum á fullu að taka til, eða Addi a.m.k. Æðið byrjaði nú á því að ég ætlaði að fara að skipta um á rúmunum og opnaði skápinn með öllum sængurverunum og það má segja að allt hafi komið á móti mér - þannig að ég ákvað að taka allt út úr skápunum í svefnherberginu og flokka, brjóta saman og henda. Útkoman varð tveir fullir ruslapokar! Síðan kom Addi heim úr vinnunni og hefur ekki stoppað síðan... Hann elskar að flokka, taka til og þá aðallega að henda - mínu dóti! Já, við erum sem sagt á fullu að undirbúa flutninginn, það er frábært að byrja svona tímanlega og gera þetta einu sinni súper-vel. Íbúðin er þar af leiðandi á hvolfi, en ég er nú að fara suður á morgun :)

Ég kvíði nú mest fyrir að kveðja þetta glaða andlit, en hann er jú í góðum höndum hjá pabba sínum.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

hæ frænka

Til hamingju með nýju bloggsíðuna!

bestu kveðjur
Inga

13 apríl, 2005 12:38  

Skrifa ummæli

<< Home