Einleikurinn Gísli Súrsson.
Kómedíuleikhúsið sýndi einleikinn Gísla Súrrson í félagsheimilinu á Hólmavík í gærkvöldi kl.21, og að sögn Adda fór Elvar Logi Hannesson á kostum í hlutverki þeirra persóna sem koma við sögu. Ég fór aftur á móti á skólasýningu í dag kl.11 með nemendum mínum. Ég hef ákeðið að bíða eftir gagnrýni frá Adda enda var hann yfir sig hrifinn af uppfærslunni.
Eins og segir á strandir.is þá hefur tekist einstaklega vel að koma þessari flóknu sögu í leikritsformið og er öruggt að hróður verksins á eftir að berast víða. Leikritið verður sýnt á ensku í sumar fyrir ferðamenn sem leið eiga til Ísafjarðar, en Kómedíuleikhúsið er eina atvinnuleikhúsið á landinu fyrir utan höfuðborgarsvæðið og Akureyri. Einnig verða sýningar í Möguleikhúsinu í Reykjavík 20., 21. og 24. apríl n.k. Ég hvet alla til að skoða það, sérstaklega þá sem hafa áhuga á Gísla sögu Súrssonar.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home