Í Reykjavík
Jæja þá er maður kominn til Reykjavíkur. Ég dvel hér í góðu yfirlæti hjá mömmu og líður bara eins og prinsessa. Ég er í sér herbergi með tölvu og sítengingu, fæ frúarbílinn á heimilinu lánaðan hvert sem ég vil, síðan get ég lagt mig, eða skellt mér í bað hvenær sem mér dettur í hug og síðan er bara kallað í mann í mat. Þvílíkt lúxuslíf :)
Í gær fór ég á flakk með Huldu. Við kíktum í búðir og niður á Laugarveg og spókuðum okkur saman allan daginn. Ég fékk m.a. atvinnutilboð - sem ég var nú ekki alveg að fatta, en jæja ekki meira um það :) Síðan fór ég með Þorbjörgu að kíkja á nýju íbúðina þeirra Sölva sem er í Furugrund í Kópavogi. Rosa fín íbúð! Eftir það fórum við skytturnar þrjár, ég, Þorbjörg og Sonja út að borða á Ítalíu sem var æðislega kósý og skemmtilegt.
Í dag fór ég svo í skólann og hlustaði á fyrirlestra, krauf vettvangsnámið mitt til mergjar, fór í bekkjartíma og hitti kunningjakonur mínar, Erlu vinkonu og Öglu frænku. Mér finnst að sjálfsögðu alltaf jafn gaman í náminu og það er alltaf hressandi að koma suður í skólann.
Annað kvöld ætla ég síðan að heimsækja Sigrúnu vinkonu sem er alveg komin á steypirinn!
Í gær fór ég á flakk með Huldu. Við kíktum í búðir og niður á Laugarveg og spókuðum okkur saman allan daginn. Ég fékk m.a. atvinnutilboð - sem ég var nú ekki alveg að fatta, en jæja ekki meira um það :) Síðan fór ég með Þorbjörgu að kíkja á nýju íbúðina þeirra Sölva sem er í Furugrund í Kópavogi. Rosa fín íbúð! Eftir það fórum við skytturnar þrjár, ég, Þorbjörg og Sonja út að borða á Ítalíu sem var æðislega kósý og skemmtilegt.
Í dag fór ég svo í skólann og hlustaði á fyrirlestra, krauf vettvangsnámið mitt til mergjar, fór í bekkjartíma og hitti kunningjakonur mínar, Erlu vinkonu og Öglu frænku. Mér finnst að sjálfsögðu alltaf jafn gaman í náminu og það er alltaf hressandi að koma suður í skólann.
Annað kvöld ætla ég síðan að heimsækja Sigrúnu vinkonu sem er alveg komin á steypirinn!
4 Comments:
Ha? heyrir maður bara ekkert meira af atvinnutilboðinu??
Inga
Hehe, nei - það heillar mig allavega ekkert jafn mikið og það að setjast á skólabekk :)
Hildur
:) skiljanlega. Hélt kannski að Geiri á Maxims hefði hitt þig niðri í bæ :)
IE
Hehehe, já ég náttla er svo mikil kynbomba að það hálfa væri nóg!! :)
Skrifa ummæli
<< Home