miðvikudagur, apríl 26, 2006

Morgunn, kvöld, nótt...


Ég fór á alveg magaða listasýningu í dag á Kjarvalsstöðum. Verkið kallast Morgunn, kvöld, nótt.. og er eftir hjónin Ilya og Emiliu Kabakov. Ilya Kabakov hefur verið þekktur sem ,,faðir Moskvu konseptsins" og einn fremsti listamaðurinn sem kom frá fyrrum Sovétríkjunum. Síðan 1989 hefur hann starfað með eiginkonu sinni Emiliu að ævintýralegum innsetningum sem hafa heillað sýningargesti allra helstu listasafna heimsins.
,,Morgunn, kvöld, nótt..." er gríðarstór innsetning í þremur hlutum sem byggð er inn í austursal Kjarvalsstaða. Hún er eins og í kínverskri öskju þar sem er hólf innan af hólfi, þá birtist heimur hugarflugsins sem lagskiptur veruleiki sem þokast frá hversdaglegum ytri heimi inn að innsta kjarna töfranna. Verkið hefur áhrif á skynjunina og sendir hana í ferð með hugarfluginu á vit ævintýranna. Yndisleg upplifun alveg hreint. Ég ætla ekki einu sinni að reyna að lýsa þessu frekar. Drífið ykkur nú á listasafn - það hreinsar hugann en gefur manni ótrúlega og kyngimagnaða orku. Það er meira að segja ókeypis á söfnin á mánudögum...

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

aldrei að vita nema maður láti sjá sig á listasafninu n.k mánudag!! :o)

27 apríl, 2006 10:26  
Anonymous Nafnlaus said...

Já og þá kem ég með þér! :o) Ohh það er svo gaman.

27 apríl, 2006 10:53  

Skrifa ummæli

<< Home