Kvennafrídagur í dag.
Endur fyrir löngu, í landi langt langt í burtu, rakst falleg, sjálfstæð og sjálfsörugg prinsessa á frosk þar sem hún sat og velti vöngum yfir vistfræðilegum álitamálum við bakka ómengaðrar tjarnar á fagurgrænu engi nálægt kastalanum sínum.
Froskurinn stökk upp í kjöltu prinsessunnar og sagði: Fagra frú, ég var eitt sinn gjörvilegur prins en grimm norn lagði á mig álög. Ef þú smellir á mig einum kossi mun ég aftur verða að þeim snotra prinsi sem ég raunverulega er. Þá getum við, mín kæra, gifst og stofnað heimili í kastalanum þínum. Þú getur framreitt málsverði fyrir mig, þvegið klæði mín, alið börnin mín og fundið til þakklætis og hamingju um alla eilífð.
Sama kvöld sat prinsessan yfir málsverði sínum - léttsteiktum froskalöppum- og hló lágt með sjálfri sér: Ég held nú fokking síður!
MUNUM EFTIR KVENNAFRÍDEGINUM Í DAG!
Froskurinn stökk upp í kjöltu prinsessunnar og sagði: Fagra frú, ég var eitt sinn gjörvilegur prins en grimm norn lagði á mig álög. Ef þú smellir á mig einum kossi mun ég aftur verða að þeim snotra prinsi sem ég raunverulega er. Þá getum við, mín kæra, gifst og stofnað heimili í kastalanum þínum. Þú getur framreitt málsverði fyrir mig, þvegið klæði mín, alið börnin mín og fundið til þakklætis og hamingju um alla eilífð.
Sama kvöld sat prinsessan yfir málsverði sínum - léttsteiktum froskalöppum- og hló lágt með sjálfri sér: Ég held nú fokking síður!
MUNUM EFTIR KVENNAFRÍDEGINUM Í DAG!
4 Comments:
Þessi var góður....
Kveðja. Svana
Hildur þú ættir nú að verða rithöfundur þetta var nú algjör hryllingssaga.Viltu reka manninn þinn til að blogga. þetta er svo agalega þunglyndislegt þetta síðasta blogg hjá honum. hann mætti blogga eitthvað um Geirmund gamla mér til gamans.
Hahahaha :) Þessi var æðisleg.... ;) Ætli þeir beri fram froskalappir á Oliver?
Kveðja,
Katlan
Það er mjög gott að byrja daginn á því að lesa þessa sögu. Lesa hana vandlega yfir á hverjum morgni ;)
kv Ingalinga
Skrifa ummæli
<< Home