Helgin
Var að koma heim úr skemmtilegu boði sem mamma hélt fyrir ömmu sem á einmitt afmæli í dag. Þar hitti ég ýmsa ættingja sem ég hitti nánast aldrei, það er eins og það þurfi alltaf að bjóða fólki eitthvað svo að það gefi sért tíma til að hittast. Amma var hæstánægt með daginn og allar fallegu gjafirnar sínar. Brynjar fór á Ávaxtakörfuna í dag með Kristínu og co og skemmti sér konunglega blessaður.
Tómas kom óvænt til okkar á fimmtudaginn og var hjá okkur alla helgina. Hann kom með mér í skólann á föstudaginn og fékk að leira ,,músakrús" og föndra rosalega flotta grímu. Hann fékk síðan far með dóttur hans Gísla áðan aftur heim á Grundarfjörð.
Í gærkvöldi buðum við Hönnu Siggu og Árdísi í mat til okkar og horfðum saman á Eurovisionþáttinn. Eftir að hafa skutlað Hönnu Siggu heim tókum við Addi nokkra rúnta með sofandi stráka í aftursætinu á bílnum. Það er svo gott að keyra um og spjalla sérstaklega þar sem við höfum alltaf svo ótal margt að segja hvort öðru.
Ég fór í sund með Brynjar eitt kvöldið í vikunni og það var eitthvað svo sérstakt, þið vitið; hlýtt úti, dimmt úti, einhver sérstök lykt úti, gufa úr heitu pottunum og alls konar fólk í sundi. Í heita pottinum settust tvær konur hjá okkur og ég áttaði mig fljótlega á því að þær voru ekki alveg heilar blessaðar og það var alveg kostulegt að hlusta á þær. Ég ætla samt ekki að fara út í smáatriði en rosalega höfðu þær gaman af því að vera til. Lífið þeirra virtist svo einfalt og auðvelt, sem það örugglega er samt ekki, og þær pældu vel og lengi í því hvort að skyr í maga, eða tómur magi væri betri fyrir sundæfingu. Ég sat bara og hlustaði með augun lokuð og var svo fjarri öllum áhyggjum, stressi og amstri dagsins sem hugsast getur. Það er bara pottþétt mál að sund hefur hrikalega góð áhrif á mig!
Nú eru aðeins 19 dagar þangað til við vinkonurnar förum til Köben, ég get ekki beðið!
Tómas kom óvænt til okkar á fimmtudaginn og var hjá okkur alla helgina. Hann kom með mér í skólann á föstudaginn og fékk að leira ,,músakrús" og föndra rosalega flotta grímu. Hann fékk síðan far með dóttur hans Gísla áðan aftur heim á Grundarfjörð.
Í gærkvöldi buðum við Hönnu Siggu og Árdísi í mat til okkar og horfðum saman á Eurovisionþáttinn. Eftir að hafa skutlað Hönnu Siggu heim tókum við Addi nokkra rúnta með sofandi stráka í aftursætinu á bílnum. Það er svo gott að keyra um og spjalla sérstaklega þar sem við höfum alltaf svo ótal margt að segja hvort öðru.
Ég fór í sund með Brynjar eitt kvöldið í vikunni og það var eitthvað svo sérstakt, þið vitið; hlýtt úti, dimmt úti, einhver sérstök lykt úti, gufa úr heitu pottunum og alls konar fólk í sundi. Í heita pottinum settust tvær konur hjá okkur og ég áttaði mig fljótlega á því að þær voru ekki alveg heilar blessaðar og það var alveg kostulegt að hlusta á þær. Ég ætla samt ekki að fara út í smáatriði en rosalega höfðu þær gaman af því að vera til. Lífið þeirra virtist svo einfalt og auðvelt, sem það örugglega er samt ekki, og þær pældu vel og lengi í því hvort að skyr í maga, eða tómur magi væri betri fyrir sundæfingu. Ég sat bara og hlustaði með augun lokuð og var svo fjarri öllum áhyggjum, stressi og amstri dagsins sem hugsast getur. Það er bara pottþétt mál að sund hefur hrikalega góð áhrif á mig!
Nú eru aðeins 19 dagar þangað til við vinkonurnar förum til Köben, ég get ekki beðið!
2 Comments:
OOOhvað ég held það verðiu gaman hjá ykkur.
OOOhvað ég held það verðiu gaman hjá ykkur.
Skrifa ummæli
<< Home