Mikil þörf á ,,krukkuskrukkumeðali"!
Við sitjum mér mæðginin í mestu rólegheitum þar sem Brynjar Freyr er lasinn. Hann kom heim af leikskólanum í gær með 39 stiga hita og svaf og svaf. Hann er búinn að vera voða lítill í sér, lifir á ís og stílum og þarf voða mikið á mömmu sinni að halda. Vona bara að hitinn fari að lækka. Við foreldrarnir höfum dregið þá ályktun að Kalli á Þakinu hafi smitað Brynjar þar sem hann var mjög oft veikur í leikritinu og fékk allt upp í 70 stiga hita! Þá þurfti Brói að gefa honum krukkuskrukkumeðal sem var í raun nammi, ganga á eftir honum og jafnvel borga honum allt að 100 krónum fyrir að taka krukkuskrukkumeðalið!
Addi er í 12 tíma ferðalagi með vinnunni. Þau fara út í óbyggðir og í langa fjallgöngu og læra skyndihjálp og viðbrögð við slysi í óbyggðum og eitthvað fleira. Hann kemur heim í kvöld, örugglega uppgefinn, kaldur og þreyttur kallinn...
Afmælisdagurinn minn var ánægjulegur. Ég fór í skólann og svo beint heim að læra undir próf. Kristín systir og mamma komu við hjá mér eftir vinnu og drukku með okkur kaffi og meðlæti. Ég fékk margar skemmtilegar gjafir, 7 rauðar rósir, allar 6 seríurnar af þáttunum ,,Sex and the city" sem innihalda yfir hundrað þætti - já bara alla þættina sem gefnir voru út! Síðan fékk ég tvö Victoria Seacret ilmsprey, sturtusápu og body-krem ásamt ferða setti af ilmsprayi, kremi og sturtusápu. Svo fékk ég voða sæta eyrnalokka, svona silfurhringi með smá grænum lit í (uppáhaldsliturinn minn). Ég er búin að fresta vinkonu-matarboðinu þangað til á föstudagskvöldið þar sem litli minn er lasinn.
Ég þakka öllum þeim sem sendu mér sms, kveðju hér á blogginu, hringdu og öllum sem sendu mér afmæliskveðju á strandir.is - innilega fyrir. Mér þykir voða vænt um það að hafa fengið allar þessar góðu kveðjur.
Yfir og út!
Addi er í 12 tíma ferðalagi með vinnunni. Þau fara út í óbyggðir og í langa fjallgöngu og læra skyndihjálp og viðbrögð við slysi í óbyggðum og eitthvað fleira. Hann kemur heim í kvöld, örugglega uppgefinn, kaldur og þreyttur kallinn...
Afmælisdagurinn minn var ánægjulegur. Ég fór í skólann og svo beint heim að læra undir próf. Kristín systir og mamma komu við hjá mér eftir vinnu og drukku með okkur kaffi og meðlæti. Ég fékk margar skemmtilegar gjafir, 7 rauðar rósir, allar 6 seríurnar af þáttunum ,,Sex and the city" sem innihalda yfir hundrað þætti - já bara alla þættina sem gefnir voru út! Síðan fékk ég tvö Victoria Seacret ilmsprey, sturtusápu og body-krem ásamt ferða setti af ilmsprayi, kremi og sturtusápu. Svo fékk ég voða sæta eyrnalokka, svona silfurhringi með smá grænum lit í (uppáhaldsliturinn minn). Ég er búin að fresta vinkonu-matarboðinu þangað til á föstudagskvöldið þar sem litli minn er lasinn.
Ég þakka öllum þeim sem sendu mér sms, kveðju hér á blogginu, hringdu og öllum sem sendu mér afmæliskveðju á strandir.is - innilega fyrir. Mér þykir voða vænt um það að hafa fengið allar þessar góðu kveðjur.
Yfir og út!
4 Comments:
Elsku Hildur mín til hamingju með daginn í gær, vonandi hafi þið það rosalega gott í borginni, kossar og knús til ykkar kv Sigurrós og co
P.s Einn lítill koss til Brynjars frá Guðrúnu:*
Takk fyrir sæta mín! :)
Hæ þú átt afmælispakka frá mér,hitti þig kansi um helgina svo þú fáir hann!!! Svo vona é gað honum Brynjari mínum fari að batna, knús frá mér til ykkar!!
HVAÐ ER EKKI HÆGT AÐ BLOGGA ÞEGAR MAÐUR ER KOMINN Á GAMALS ALDUR?
Skrifa ummæli
<< Home