föstudagur, október 14, 2005

Í foreldraráði Nóaborgar.

Ég var að koma heim af foreldrafundi á Nóaborg. Haldið þið ekki að ég hafi verið kosin í foreldraráð ásamt 5 öðrum foreldrum barnanna 70! Og ekki nóg með það heldur var gefin út ársáætlun Nóaborgar 2005-6 og þar er mynd af Brynjari mínum ásamt vini sínum Nirði sem prýðir forsíðu heftisins. Ohh ég varð bara að deila þessu með ykkur.

Mamma kom og passaði Brynjar fyrir mig á meðan þar sem Addi var að vinna. Þegar ég kom heim var hún búin að lesa fyrir hann nærri allar bækurnar hans og ég heyrði þau vera að hvíslast á inni í rúmi! Það er sko yndislegt að eiga svona góða ömmu að.

Við skelltum okkur norður um síðustu helgi. Lögðum af stað um hádegi á föstudaginn og tókum Hönnu Siggu og Tómas Andra með okkur. Við gistum öll hjá Ásdísi tengdamömmu í góðu yfirlæti og dekri og má sjá skemmtilegar myndir af strákunum með Skottu Dillirófu á blogginu hennar. Á laugardeginum fórum við uppí Steinó að slátra. Um kvöldið fór ég síðan í matarboð til Huldu vinkonu þar sem við komum 5 saman og borðuðum góðan mat og drukkum ,,svolítið" af léttvíni. Ég er eiginlega ennþá að ná mér eftir þessa helgi og segir það allt sem segja þarf.

Nú er aðeins mánuður í Köben-ferðina miklu :O Spennan magnast og erum við hafnargellurnar fjórar að fara yfir um. Við erum búnar að búa okkur til blogg svona til að hita upp fyrir ferðina. Já síðan er hún Þorbjörg mín farin að blogga líka mér til mikillar ánægju :)

Það er nóg að gera í skólanum, auðvitað allt of mikið. Það sem er í gangi núna er ritgerð um leiklist í kennslu unglinga - sem ég á að skila eftir helgi, tvö próf framundan, hljóðfræði og stærðfræði, drekahöfuðfat sem ég er að hanna og vinna úr pappamassa, leirhlutir sem ég er að vinna í leirmótun, kolateiknuð stór mynd af blómi, umræður um siðareglur kennara í starfi og fleira. Allt gengur þetta ágætlega - þó hef ég ekki getað sinnt stærðfræðinni nógu vel vegna anna :(

Ég er þó allavega búin að rífa mig upp frá því í síðustu færslu!! Nóg í bili.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Já þetta var sko fínt þarna um síðustu helgi, ákvað að fara rólega í þetta núna fór á karókí og svo heim. Ég er nú ekki hissa á að ykkur Brynjari skuli veri falin ábyrgðarstörf í leikskólanum, þið eruð langbest. Gangi þér svo vel elskan mín í öllum verkefnunum

16 október, 2005 01:55  
Anonymous Nafnlaus said...

Æi þú ert svo yndisleg elskan mín! Það er ekki amalegt að fá svona ,,pepp" á besta tíma :o)

16 október, 2005 14:45  

Skrifa ummæli

<< Home