Afmælisdagur nr. 23.
Nú er senn að renna upp afmælisdagurinn minn númer 23. Já það eru sem sagt 23 ár síðan ég leit fyrst dagsins ljós á Landsspítalanum í Reykjavík. Ég var tæplega 17 mekur og 56 cm. Það er nú svo furðulegt að mér finnst ég oft á tíðum vera mun eldri en ég er.
Ljóð dagsins – 27. september.
Ég heyri ykkur kvaka.
Ég heyri ykkur kvaka af kvistum, þrestir,
með klökkum róm, er sumri fer að halla
og blómin visna, blöð af greinum falla
og boða haust, en snjó á jörðu festir.
Þá deyja líka draumar ykkar flestir.
Þá drjúpa tár á líkhjúp hvítra mjalla.
og hljóma ykkar hryggðin vekur alla,
þið himinbornu skáld og jarðargestir.
Ég hef líka liðið eins og þið
og loftið fyllt af angurværum hljómi,
er haustið kom og sólin hvarf mér sýn.
Ég hefi líka beðið Guð um grið
og grátið yfir visnu sumarblómi,
og þó – og þó er jörðin móðir mín
Davíð Stefánsson.
Þetta ljóð er afar viðeigandi í ár þar sem sumri er farið að halla og blómin að visna. Þegar ég var lítil þá var ég alltaf að spyrja mömmu mína ,,mamma, hvenær kemur afmælið mitt” og þá sagði mamma alltaf ,,þegar berin eru komin”. Það var mun auðveldara að muna þetta svona – ég á afmæli þegar berin koma og þá eru laufin gul og rauð. Ég vona bara að við hoppum ekki yfir þetta tímabil í ár, en veðurguðirnir haga sér eins og það sé kominn nóvember.
Afmælisdagurinn minn í ár fer í lestur. Já ég er að fara í hljóðfræðipróf á miðvikudaginn 28. september þannig að það þýðir ekkert annað en að lesa og lesa undir það. Ég er aftur á móti búin að bjóða vinkonum mínum þeim Þorbjörgu, Röggu, Sigrúnu og Sonju í matarboð til mín á miðvikudagskvöldið þar sem ég ætla að bjóða upp á þriggja rétta stelpumáltíð með öllu tilheyrandi.
Í gær fórum við litla fjölskyldan í leikhús. Tómas var hjá okkur og við fórum að sjá Kalla á Þakinu í Borgarleikhúsinu sem var mjög skemmtilegt fyrir unga sem aldna. Strákarnir voru svo góðir og það var alveg kostulegt að fylgjast með þeim. Við sátum á 3ja bekk og Brynjar talaði á fullu um það sem var að gerast og við leikarana líka hehe.
Ljóð dagsins – 27. september.
Ég heyri ykkur kvaka.
Ég heyri ykkur kvaka af kvistum, þrestir,
með klökkum róm, er sumri fer að halla
og blómin visna, blöð af greinum falla
og boða haust, en snjó á jörðu festir.
Þá deyja líka draumar ykkar flestir.
Þá drjúpa tár á líkhjúp hvítra mjalla.
og hljóma ykkar hryggðin vekur alla,
þið himinbornu skáld og jarðargestir.
Ég hef líka liðið eins og þið
og loftið fyllt af angurværum hljómi,
er haustið kom og sólin hvarf mér sýn.
Ég hefi líka beðið Guð um grið
og grátið yfir visnu sumarblómi,
og þó – og þó er jörðin móðir mín
Davíð Stefánsson.
Þetta ljóð er afar viðeigandi í ár þar sem sumri er farið að halla og blómin að visna. Þegar ég var lítil þá var ég alltaf að spyrja mömmu mína ,,mamma, hvenær kemur afmælið mitt” og þá sagði mamma alltaf ,,þegar berin eru komin”. Það var mun auðveldara að muna þetta svona – ég á afmæli þegar berin koma og þá eru laufin gul og rauð. Ég vona bara að við hoppum ekki yfir þetta tímabil í ár, en veðurguðirnir haga sér eins og það sé kominn nóvember.
Afmælisdagurinn minn í ár fer í lestur. Já ég er að fara í hljóðfræðipróf á miðvikudaginn 28. september þannig að það þýðir ekkert annað en að lesa og lesa undir það. Ég er aftur á móti búin að bjóða vinkonum mínum þeim Þorbjörgu, Röggu, Sigrúnu og Sonju í matarboð til mín á miðvikudagskvöldið þar sem ég ætla að bjóða upp á þriggja rétta stelpumáltíð með öllu tilheyrandi.
Í gær fórum við litla fjölskyldan í leikhús. Tómas var hjá okkur og við fórum að sjá Kalla á Þakinu í Borgarleikhúsinu sem var mjög skemmtilegt fyrir unga sem aldna. Strákarnir voru svo góðir og það var alveg kostulegt að fylgjast með þeim. Við sátum á 3ja bekk og Brynjar talaði á fullu um það sem var að gerast og við leikarana líka hehe.
4 Comments:
Til hamignju með daginn Hildur mín og hafðu það sem allra best:)
Til hamingju með afmælið elsku frænka.
Vona að þú eigir góðan dag :)
Annars sendi þér sms í morgun, vona að það hafi skilað sér! ;)
Til lukku með afmælið;) Njóttu dagsins;) kær kveðja þín vinkona og fyrrverandi saumaklúbbsmeðlimur;) Hafrún
Elsku Hildur. Hér færð þú okkar allra bestu afmæliskveðjur. Skemmtu þér alveg stórkostlega.
Hrafnhildur og fjölskylda
Skrifa ummæli
<< Home