þriðjudagur, desember 27, 2005

Gildi.

Hvernig er best að ala börn upp? Hvenær er kominn tími til að slökkva á tölvunni? Hvenær er rétt að segja nei? Hvenær er rétt að segja já? Er allt gert af ást eða erum við eiginhagsmunaseggir dauðans?

Ég velti því fyrir mér hvernig best sé að bregðast við þegar börn henda nýja jóladótinu sínu í gólfið og brjóta það án þess að blikna. Það má alltaf kaupa nýtt dót. Er það eitthvað öðruvísi en þegar fólk skiptir um ,,línu" í innbúinu sínu? Hvað gerist þegar dagskráin er búin. ,,Ég veit ekkert hvað ég á að gera” ,,Það er ekkert að gera hérna”. Foreldrar keppast við að láta börnunum sínum líða vel en hvað er fólgið í orðinu vellíðan? Hvað skiptir máli og hvað ekki? Hvaða aðilar koma að málinu? Hvað er til ráða? Getur veröldin hringsnúist á 20 árum? Hvað vogaði ég mér að segja þegar ég var yngri; eða hvað vogaði ég mér ekki að segja. Hvernig geta gildin breyst svona? Eða hafa þau kannski ekkert breyst?

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Orð í tíma töluð svo ekki sé meira sagt!

27 desember, 2005 15:24  

Skrifa ummæli

<< Home