miðvikudagur, júní 27, 2007

Hamingjan á næsta leyti

Nú styttist óðum í Hamingjudaga á Hólmavík. Síðustu daga hef ég verið að undirbúa listasýningu Hamingjudaga ásamt henni Ingu minni. Í ár verður hún í ,,gamla kaupfélagshúsinu" sem hefur fengið hreint frábæra andlitslyftingu síðustu daga! Mjög spennandi dagar framundan og nóg að gera :o)

Á sýningunni sýna þessir listamenn:
Agnar Már Kristinsson frá Hólmavík
sýnir 10-15 blýants- og kolateikningar
Ásdís Jónsdóttir fjöllistakona á Hólmavík
sýnir 10 vatnslitamyndir
Bergur Thorberg
sýnir, selur og býr til kaffilistaverk www.thorberg.is
Einar Hákonarson listmálari
sýnir valin málverk www.einarhakonarson.com
Sandra María Sigurðardóttir listmálari
verður með sýninguna Sex www.sandramaria.net
Sýningin Kaldalón og Kaldalóns
á vegum Snjáfjallaseturs í Dalbæ á Snæfjallaströnd www.snjafjallasetur.is/kaldalon

Opnun listasýninga verður á föstudagskvöldið 29. júní kl.18:00. Boðið verður upp á hressingu og tónlistaratriði og eru allir hjartanlega velkomnir!

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Góða skemmtun um helgina elskurnar. vona að þetta verði gaman. Veðirð hér í Reykjavíkinni er æðislegt.. hlýtur að vera hjá ykkur líka!!

Verðum í sambandi e. helgina.

knús og þúsund kossar
Þorbjörg Inga

30 júní, 2007 21:07  
Anonymous Nafnlaus said...

Pési Mjási fékk nýveiddan þorsk í dag og var kampakátur og útbelgdur með bros á vör í sólinni.

Bleikur og Blettur buðu honum í dinnerpartí á pallinum eftir að eigendur fóru í sjóstangarveiði og veiddu meira en magar þeirra gátu ofan í sig látið.

Kveðja frá Kiðlingi

17 júlí, 2007 10:34  
Anonymous Nafnlaus said...

Er þessi listasýning ekki löngu búin? :)

08 ágúst, 2007 11:29  
Anonymous Nafnlaus said...

nákvæmlega.. :)

20 ágúst, 2007 12:35  

Skrifa ummæli

<< Home