þriðjudagur, maí 22, 2007

Laugardagsmorgunn

Hversu asnalegt er það að fá aldrei nein dagblöð né tímarit inn um lúguna? Meira asnalegt er það að fá Moggann frítt í mánuð og þá fylgja alls kyns blöð eins og Blaðið sem er jú dreift frítt inn á hvert heimili í landinu (eða svo er fullyrt)!

Allavega, þá var nú ótrúlega notalegt að skríða aftur upp í rúm í morgun, ein, með Moggann, þó svo að ég verði að sætta mig við að lesa fimmtudagsmoggann á laugardagsmorgni :) Á meðan voru strákarnir mínir að æfa hamingjulagið sitt sem þeir kalla Hólmavík er best!

Skelfilegt að heyra af atvinnumálum á Flateyri. 120 manns að missa vinnuna! Hvað gera bændur þá? Þetta er rosalegt fyrir byggðina, mikið áfall eftir að hafa náð sér á þokkalega á strik eftir snjóflóðið. Það er eins gott að þetta verði tekið alvarlega. Flateyringar eiga jú einn mann á þingi - kannski að hann geti haft einhver áhrif á framvindu mála? Hann hefur án efa fulla trú á Flateyri og hann kann að slá rækilega í ræðpúltið líkt og hann gerði til að mótmæla hækkun launa grunnskólakennara!

Frábært hjá Menntaráði Reykjavíkur að funda með nemendum grunnskólanna og fá þeirra sýn á skólamálin. Svona á að gera þetta - gera nemendur að virkum þátttakendum í menntakeðjunni. Meira af þessu.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home