19. júní
Konur - til hamingju með daginn :o) Vonandi gerðuð þið eitthvað skemmtilegt og uppbyggilegt!
Ég er bara heima og nýt þess að vera í sumarfríi með mínum þremur börnum; Agnesi, Tómasi og Brynjari. Við skundum í sund á hverjum degi, sleikjum sólina og undirbúum húsið fyrir málningu. Ég hlusta líka á Bubba - sem ég er alveg nýbúin að kynnast. Pési-Mjási er líka í sumarstuði í splunkunýjum pólóbol :)
Ég er bara heima og nýt þess að vera í sumarfríi með mínum þremur börnum; Agnesi, Tómasi og Brynjari. Við skundum í sund á hverjum degi, sleikjum sólina og undirbúum húsið fyrir málningu. Ég hlusta líka á Bubba - sem ég er alveg nýbúin að kynnast. Pési-Mjási er líka í sumarstuði í splunkunýjum pólóbol :)
4 Comments:
Hæ elskan, Vá, hvað kisi er mikið krútt.
Heyrðu hvenær í júlí ertu úti í Finnlandi?
Blessuð! Ég er búin að vera að reyna að hringja í þig, ætlaði að bjóða þér í heimsókn um mánaðarmótin :o) Við förum til Finnlands 14. júlí og komum heim 18. júlí. Endilega bjallaðu - ég er sko heima í sumarfríi! :*
Hæ skvís,
Gaman að fá fréttir af þér :-)
já sumarið er einmitt tíminn til þess að njóta þess að vera til og fara í sund og hlusta á Bubba, trúi því ekki að þú hafir ekki verið búin að uppgötva hann fyrr!!
Hafðu það sem allra best
Kv. Ragga
hæ elskan.. gaman að fylgjast með blogginu þínu! Þessi kisi er agalegt kjútí :o)
.. njóttu þess að hlusta á hann Bubba í fríinu.
kv
ÞIÞ
Skrifa ummæli
<< Home