Að vera eða ekki vera....
Til þess að láta sér líða vel og vera sáttur við sig og sína verðum við að vera. Það er mjög auðvelt að vera ekki en það er líka leiðinlegt og niðurdrepandi. Að vera býður upp á marga möguleika og það má í rauninni segja að allt sé mögulegt ef að sterkur vilji fyrir því er fyrir hendi.
Getur verið að við spennum bogann svo hátt að við höfum hreinlega ekki tíma til að vera? Hver ákvað það að við þyrftum að vera búin að ákveða framtíðina 25 ára? Þetta snýst e.t.v. um ákveðin gildi og viðmið sem eru við lýði í samfélaginu sem við búum í: ljúka menntaskólanum 20 ára, útskrifast úr háskóla 24 ára! Ekkert barn, eitt barn eða fjögur börn? Það er ótal margt í samfélaginu sem styður ekki fleiri en tvö börn en það er kannski einmitt þeir þættir sem ég þoli ekki – eða hvað?
Það er svolítið magnað að draumar mínir á Hólmavík eru gjörólíkir draumum mínum í Reykjavík. Getur verið að viðmiðin og gildin umturnist við að keyra 300 km? Hvaða hópi tilheyri ég? Kannski eigum við einmitt ekki að velta hlutunum svona fyrir okkur heldur bara synda með straumnum hverju sinni og taka einn dag í einu. Það er verst að dauðu fiskarnir fylgja líka straumnum...
3 Comments:
Fróðlegar og kunnuglegar pælingar!
Já, ég er sammála Stínu. Mér finnst að við eigum einmitt að staldra við annað slagið og hugsa hvort við séum á "réttri" leið án þess að hugsa um hina fiskana í sjónum.
Svo yndisleg Hildur mín. Ef manni líður vel og er meira en bara sáttur við lífið þá er maður á réttri braut.... sama hvað samfélgið segir.
Skrifa ummæli
<< Home