Sól og sumar
Við höfum það reglulega gott hérna í Reykjavíkinni. Við erum búin að koma okkur ágætlega fyrir eins og sést á blogginu hans Adda og okkur líður vel í íbúðinni.
Addi er búinn að vera að vinna alla helgina en er kominn í tveggja daga frí núna. Í morgun fórum við Brynjar út í fótbolta í brakandi sól og blíðu og röltum síðan upp á þennan fína rólóvöll sem er hér fyrir ofan þar sem Brynjar lék ,,apakött" og ég ,,kisumömmu Skottu" eins og hann orðaði það. Í hádeginu kom Jón Gísli til okkar og við buðum síðan honum og Hönnu Siggu í grillaðar kjúklingabringur núna í kvöld. Við erum búin að búa vel um Jón Gísla í gestaherberginu og mun hann vera fyrsti næturgesturinn okkar. Núna sitja þeir bræður Addi og Jón Gísli í Playstation 2 í einhverjum kappakstursleik og búnir að vera síðan eftir kvöldmat. Eins og sjá má á myndinna eru þeir ákaflega spenntir og áhugasamir.
Hulda vinkona er þrítug í dag og ég óska henni innilega til hamingju með afmælið.
Addi er búinn að vera að vinna alla helgina en er kominn í tveggja daga frí núna. Í morgun fórum við Brynjar út í fótbolta í brakandi sól og blíðu og röltum síðan upp á þennan fína rólóvöll sem er hér fyrir ofan þar sem Brynjar lék ,,apakött" og ég ,,kisumömmu Skottu" eins og hann orðaði það. Í hádeginu kom Jón Gísli til okkar og við buðum síðan honum og Hönnu Siggu í grillaðar kjúklingabringur núna í kvöld. Við erum búin að búa vel um Jón Gísla í gestaherberginu og mun hann vera fyrsti næturgesturinn okkar. Núna sitja þeir bræður Addi og Jón Gísli í Playstation 2 í einhverjum kappakstursleik og búnir að vera síðan eftir kvöldmat. Eins og sjá má á myndinna eru þeir ákaflega spenntir og áhugasamir.
Hulda vinkona er þrítug í dag og ég óska henni innilega til hamingju með afmælið.
2 Comments:
hæ hæ
Gaman að sjá hvað þetta er nú orðið fínt hjá ykkur :)
Maður verður nú að fara að kíkja við hjá ykkur víst þið eruð flutt í borgina.
Annars hefði ég loksins komið í heimsókn á Hólmavík því við erum að fara í bústað í Heydali :)
Jájá er það ekki, núna þegar við erum flutt suður eruð þið á leið í Ísafjarðardjúpið! hehe, já endilega kíkið við tækifæri - það er eins með okkur, við ætlum að kíkja til ykkar sem fyrst ;)
Skrifa ummæli
<< Home