Mennt er máttur!
Jæja, nú er Addi búinn að vera í burtu í tvær nætur. Hann fór á Coventry leikinn í dag, sem fór 6-2 fyri Coventry og það var ekki lítið gaman að heyra í honum á meðan leiknum stóð. Mér skilst að þar hafi hann fallið í faðm annarra aðdáenda og grátið - eða svona næstum því! Maðurinn er náttla búinn að halda með liðinu síðan hann var 9 ára gamall!! Hann segist vera sólbrunninn í framan eftir daginn - svo gott er veðrið í Lundúnum.
Við Brynjar höfum það ágætt. Það er nú engin óskastaða að vera að læra undir próf með einn 2ja og háfs mér við hlið - en þetta bjargast. Hann er ósköp góður, það er bara mamman sem er ekki að standa sig í mömmuhlutverkinu núna! En undirbúningur gengur svosum ágætlega - ég er bjartsýn og jákvæð - á milli þess sem ég fæ stutt kvíðaköst. Gæti ekki verið betra ;)
Kisa er með hálsbólgu, hún er búin að hósta í allan dag og smá í gær. Hún hefur legið fyrir í mest allan dag og lítið sem ekkert farið út. Greyið litla mjásan.
Við Brynjar höfum það ágætt. Það er nú engin óskastaða að vera að læra undir próf með einn 2ja og háfs mér við hlið - en þetta bjargast. Hann er ósköp góður, það er bara mamman sem er ekki að standa sig í mömmuhlutverkinu núna! En undirbúningur gengur svosum ágætlega - ég er bjartsýn og jákvæð - á milli þess sem ég fæ stutt kvíðaköst. Gæti ekki verið betra ;)
Kisa er með hálsbólgu, hún er búin að hósta í allan dag og smá í gær. Hún hefur legið fyrir í mest allan dag og lítið sem ekkert farið út. Greyið litla mjásan.
2 Comments:
Knus saeta min !!! p.s. Addi keypti gjof handa ter i gaer
datt í hug að kvitta fyrir mig;) allt er vænt sem vel er grænt, flottur litur á blogginu þínu;) hlakka til að hitta þig, er núna í borginni að eyða tímanum þangað til ég er fær á vinnumarkaðinn aftur;) sjáumst hressar sem fyrst;) knús & kossar Hafrún
Skrifa ummæli
<< Home