Fáum afhent 21. maí n.k.
Það eru aldeilis gleði á ferðinni núna. Við erum bæði búin í prófum og ég er búin að fá eina einkunn, en það er í stærðfræði og ég fékk 9,0! Ég er ekki lítið kát með þá einkunn skal ég nú segja ykkur.
Síðan eru tíðindi af íbúðinni í Skipholti. Við fáum lykla að íbúðinni fimmtudaginn 19. maí og fáum íbúðina laugardaginn 21. maí n.k. Það er ekkert nema æðislegt og þá getum við farið að flytja hluti suður og komið okkur fyrir í róglegheitum. Við afhendum Lilla síðan íbúðina um mánaðarmótin og þá getur hann farið að koma sér fyrir hér.
Við erum búin að selja svolítið af búslóðinni okkar eins og sófa, tvo stóla, eldhúsborðið okkar og stólana, rúm og síðan ætlum við að skella einhverju fleiru inn í smáauglýsingarnar á strandir.is.
Tómas er komin norður og fékk að koma með mér í skólann í morgun. Hann fór í smíði, tónmennt, tjáningu og tvo almenna tíma með krökkunum í 2. bekk. Hann ætlar að vera hjá okkur yfir hvítasunnuna.
Síðan er það ferming á sunnudaginn. Agnes, systurdóttir Adda, er að fara að fermast og koma þær Árdís og Hanna Sigga báðar úr Reykjavík - ásamt fullt af öðru fólki.
Við ætlum að skella okkur upp í Steinó - því það eru nefnilega komin nokkur lömb! ;)
Síðan eru tíðindi af íbúðinni í Skipholti. Við fáum lykla að íbúðinni fimmtudaginn 19. maí og fáum íbúðina laugardaginn 21. maí n.k. Það er ekkert nema æðislegt og þá getum við farið að flytja hluti suður og komið okkur fyrir í róglegheitum. Við afhendum Lilla síðan íbúðina um mánaðarmótin og þá getur hann farið að koma sér fyrir hér.
Við erum búin að selja svolítið af búslóðinni okkar eins og sófa, tvo stóla, eldhúsborðið okkar og stólana, rúm og síðan ætlum við að skella einhverju fleiru inn í smáauglýsingarnar á strandir.is.
Tómas er komin norður og fékk að koma með mér í skólann í morgun. Hann fór í smíði, tónmennt, tjáningu og tvo almenna tíma með krökkunum í 2. bekk. Hann ætlar að vera hjá okkur yfir hvítasunnuna.
Síðan er það ferming á sunnudaginn. Agnes, systurdóttir Adda, er að fara að fermast og koma þær Árdís og Hanna Sigga báðar úr Reykjavík - ásamt fullt af öðru fólki.
Við ætlum að skella okkur upp í Steinó - því það eru nefnilega komin nokkur lömb! ;)
4 Comments:
Já og ég er nýkomin frá Steinó og skellti mér beint í að skoða lömbin og finna lyktina, umhh. Og það eru ekki bara hvít lömb>Hlakka til að sjá ykur.Það var gaman hafa hann Tómas minn og Silju með í gær.
Og endilega látið mig vita Hildur mín ef ég get hjálpað ykkur einhverja helgina þegar þið eruð að koma að flytja dótið ykkar suður:>
geggjað, til lukku með einkunnina ;)
og shitturinn, ertu að fara bara alvega bráðum bara að fara flytja hingað.... það er sko meir en hálft ár síðan ég sá þig!!!! Án gríns sko... nema ég sé að gleyma einhverju skipti hehe.
Hlakka til að sjá nýja heimilið og til hamingju bæði með það og einkanirnar:)
Skrifa ummæli
<< Home