fimmtudagur, apríl 28, 2005

Home alone


Jæja þá erum við Brynjar orðin ein eftir í kotinu þar sem húsbóndinn skellti sér í helgarreisu til London með Árdísi. Ég er alveg hrikalega spennt fyrir þeirra hönd og er viss um að það verður alveg æðislega gaman hjá þeim systkinunum í stórborginni. Þau fljúga út í fyrramálið og verða á hóteli í London, en á laugardaginn ætla þau að taka lest til Coventry þar sem þau fara á fótboltaleik með uppáhalds fótboltaliðinu hans Adda síðan hann var barn! Það verður upplifun útaf fyrir sig, en síðan eiga þau ábyggilega eftir að sletta örlítið úr klaufunum í London-city og kíkja í fáeinar búðir og fleira. Hver veit nema að þau þurfi að bregða sér á salernið á götum úti - þá verða þau nú fegin að sjá ,,götuklósett" eins og sést á myndinni hér að ofan. Þau koma síðan heim seint á mánudagskvöld.

Á meðan verðum við Brynjar hér heima í góðum fíling! Ég verð að lesa fyrir próf og hann lærir Bubba-Byggir spólurnar utan að - nei ég segi svona ;) Við eigum eftir að hafa það rólegt og notarlegt í kotinu.

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Æj en gaman fyrir hann... hafði það næs.

29 apríl, 2005 21:44  
Anonymous Nafnlaus said...

Já, já lesa, lesa, lesa dag og nótt
og svo gerum við ALLT þegar prófin eru búin.

30 apríl, 2005 12:04  
Anonymous Nafnlaus said...

Já þá munum við sko gera ALLT!.. og það verður líka æðislega gaman :)

30 apríl, 2005 15:31  
Anonymous Nafnlaus said...

Það verður notalegt hjá ykkur þá vonandi:)

30 apríl, 2005 22:12  

Skrifa ummæli

<< Home