miðvikudagur, júní 27, 2007

Hamingjan á næsta leyti

Nú styttist óðum í Hamingjudaga á Hólmavík. Síðustu daga hef ég verið að undirbúa listasýningu Hamingjudaga ásamt henni Ingu minni. Í ár verður hún í ,,gamla kaupfélagshúsinu" sem hefur fengið hreint frábæra andlitslyftingu síðustu daga! Mjög spennandi dagar framundan og nóg að gera :o)

Á sýningunni sýna þessir listamenn:
Agnar Már Kristinsson frá Hólmavík
sýnir 10-15 blýants- og kolateikningar
Ásdís Jónsdóttir fjöllistakona á Hólmavík
sýnir 10 vatnslitamyndir
Bergur Thorberg
sýnir, selur og býr til kaffilistaverk www.thorberg.is
Einar Hákonarson listmálari
sýnir valin málverk www.einarhakonarson.com
Sandra María Sigurðardóttir listmálari
verður með sýninguna Sex www.sandramaria.net
Sýningin Kaldalón og Kaldalóns
á vegum Snjáfjallaseturs í Dalbæ á Snæfjallaströnd www.snjafjallasetur.is/kaldalon

Opnun listasýninga verður á föstudagskvöldið 29. júní kl.18:00. Boðið verður upp á hressingu og tónlistaratriði og eru allir hjartanlega velkomnir!

þriðjudagur, júní 19, 2007

19. júní

Konur - til hamingju með daginn :o) Vonandi gerðuð þið eitthvað skemmtilegt og uppbyggilegt!

Ég er bara heima og nýt þess að vera í sumarfríi með mínum þremur börnum; Agnesi, Tómasi og Brynjari. Við skundum í sund á hverjum degi, sleikjum sólina og undirbúum húsið fyrir málningu. Ég hlusta líka á Bubba - sem ég er alveg nýbúin að kynnast. Pési-Mjási er líka í sumarstuði í splunkunýjum pólóbol :)

miðvikudagur, júní 06, 2007

Helsingin kaupunki

Helsingin kaupungin kotisivut. Tietoa kaupungista ja sen tapahtumista.

Já við hjónaleysin erum á leið til Finnlands með minni yndisfögru mágkonu - Árdísi! Við förum út um miðjan júlí og dveljum þar í fjóra daga á Hótel Rivoli Jardin**** sem er í hjarta Helsinki. Systkinin ætla að fara að sjá "manninn" hennar Árdísar, Mr. Hetfield, og vini hans en þeir eru saman í rokkhljómsveit sem þeir kalla Metallica. Á meðan ætla ég að þeysast um með múmínálfinum á mótorbáti...

mánudagur, júní 04, 2007

Sumar og sæla

Jæja þá er ég búin að fá út úr öllum fögum vorannarinnar og er ótrúlega sátt við árangurinn 8,5, 8,5 og 9,0. Nú fer að styttast í annan endann á náminu og næsta vor útskrifast ég. Það er ekki slæmt þar sem ég er búin að fá stöðu sem grunnskólakennari í Grunnskólanum á Hólmavík næsta skólaár og er mjög lukkuleg með það :)

þriðjudagur, maí 22, 2007

Tímarnir hafa örlítið breyst....



.... eða verðmætamat að minnsta kosti!

Laugardagsmorgunn

Hversu asnalegt er það að fá aldrei nein dagblöð né tímarit inn um lúguna? Meira asnalegt er það að fá Moggann frítt í mánuð og þá fylgja alls kyns blöð eins og Blaðið sem er jú dreift frítt inn á hvert heimili í landinu (eða svo er fullyrt)!

Allavega, þá var nú ótrúlega notalegt að skríða aftur upp í rúm í morgun, ein, með Moggann, þó svo að ég verði að sætta mig við að lesa fimmtudagsmoggann á laugardagsmorgni :) Á meðan voru strákarnir mínir að æfa hamingjulagið sitt sem þeir kalla Hólmavík er best!

Skelfilegt að heyra af atvinnumálum á Flateyri. 120 manns að missa vinnuna! Hvað gera bændur þá? Þetta er rosalegt fyrir byggðina, mikið áfall eftir að hafa náð sér á þokkalega á strik eftir snjóflóðið. Það er eins gott að þetta verði tekið alvarlega. Flateyringar eiga jú einn mann á þingi - kannski að hann geti haft einhver áhrif á framvindu mála? Hann hefur án efa fulla trú á Flateyri og hann kann að slá rækilega í ræðpúltið líkt og hann gerði til að mótmæla hækkun launa grunnskólakennara!

Frábært hjá Menntaráði Reykjavíkur að funda með nemendum grunnskólanna og fá þeirra sýn á skólamálin. Svona á að gera þetta - gera nemendur að virkum þátttakendum í menntakeðjunni. Meira af þessu.

föstudagur, október 27, 2006

Hversu vel þekkið þið mig?

Takið prófið hér.

þriðjudagur, september 05, 2006

Brynjar Freyr orðinn 4 ára!!