Góða helgi!
Á morgun ætlum við að skella okkur á ættarmót í Varmalandi í Borgarfirði. Þar hittast afkomendur langalangaafa míns og ömmu. Tómas kemur með okkur og þar hittum við m.a. mömmu og Ásgeir, Kristínu og Gísla og tjöldum saman. Það er alltaf ákveðin stemmning yfir því að fara í útilegu – sérstaklega þegar veðrið er svona gott :o)
Elsku besta Þorbjög mín á afmæli í dag og hjartans Sigrún mín á morgun. Til hamingju með 24 ára afmælin stelpur mínar!
Mér líður rosalega vel hérna á Hólmavík. Ég verð að viðurkenna að það var stórt skref fyrir mig að koma hingað aftur og ákveðinn kvíði sem fylgdi því. Ég er svo glöð með að vera komin aftur í íbúðina mína góðu og Brynjar nýtur sín svo hérna. Hann er úti allan daginn og langt fram á kvöld! Það eru sannkölluð forréttindi að geta kíkt í sveitina til afa í Steinadal og upplifa kyrrðina og þá ró sem því fylgir. Bara það eitt að fara út með þvottinn minn og hengja hann á snúruna og leyfa honum að sveiflast þar allan daginn í ferska loftinu gefur mér ótrúlega mikið! Skotti litli kisulingur er líka gleðigjafi og ég tala nú ekki um allt frábæra fólkið sem á heima hérna á Hólmavík. Ég er komin heim.
Elsku besta Þorbjög mín á afmæli í dag og hjartans Sigrún mín á morgun. Til hamingju með 24 ára afmælin stelpur mínar!
Mér líður rosalega vel hérna á Hólmavík. Ég verð að viðurkenna að það var stórt skref fyrir mig að koma hingað aftur og ákveðinn kvíði sem fylgdi því. Ég er svo glöð með að vera komin aftur í íbúðina mína góðu og Brynjar nýtur sín svo hérna. Hann er úti allan daginn og langt fram á kvöld! Það eru sannkölluð forréttindi að geta kíkt í sveitina til afa í Steinadal og upplifa kyrrðina og þá ró sem því fylgir. Bara það eitt að fara út með þvottinn minn og hengja hann á snúruna og leyfa honum að sveiflast þar allan daginn í ferska loftinu gefur mér ótrúlega mikið! Skotti litli kisulingur er líka gleðigjafi og ég tala nú ekki um allt frábæra fólkið sem á heima hérna á Hólmavík. Ég er komin heim.
3 Comments:
Hæ skvís. Gaman að heyra hvað þér líður vel á Hólmó :D Kannski verð ég í næsta nágreni við þig um helgina upp í sumarbústað svo kannski gætum við hisst í sundi eða eitthvað :) ... en ég er samt ekki alveg búin að ákeða hvort ég fari eða ekki, læt þig vita ... en ef ég kem ekki þá vonandi hittumst við fljótlega :D Hafið það sem allra best... sumarkveðja Ragga
Jább alveg sammála þessu og mikið til í þessu með þvottinn. Vertu sem lengst og góða skemmtun um helgina. P.s. Reyndi að koma við og sækja pakkann en þú varst sennilega í sveitinni. Kv Stína
Hæ elsku Hildur það er nú gott að þér líður vel, samt sakna ég þín mikið,þetta er svo langt frá Reykjavík:/ nú sit ég hér og kötturinn malar, malar, held næstum því að þú gætir heyrt til hans, þar sem þú ert núna:)OG HJARTANS ÞAKKIR FYRIR MIG,gott að vera hérna.Ég er mest ánægð yfir að hafa fengið að kynnast þér, þú ert yndisleg, knús og kossar, þangað til næst.
Skrifa ummæli
<< Home