laugardagur, maí 27, 2006

Allt að gerast!

Það er allt að gerast á þessum bæ. Við fluttum búslóðina okkar norður í gær og Addi og Brynjar fóru á eftir henni á gullvagninum hans pabba. Það var mikil vinna að pakka öllu og setja það í flutningabílinn og við gerðum það tvö ásamt bílstjóranum (við þurfum ekki að fara í ræktina út vikuna... árið :) Nú er ég á Hofteignum hjá mömmu og ætla að þrífa íbúðina í dag ásamt Sonju vinkonu.
Fimm einkunnir af níu konar í hús! 8.0, 8.5, 8.5, 8.5 og 9.5. Bara mjög lukkuleg með þær. Bíð spennt eftir hinum.
Addi hefur lokið síðasta deginum hjá Neyðarlínunni og er kominn í sumarfrí. Brynjar kvaddi leikskólann Nóaborg, krakkana og starfsfólkið með stæl í gær og virðist bara vera spenntur að flytja á Hólmavík (í bláa bangsímon-herbergið, til ömmu, afa í sveitinni og Skottu).
Á mánudaginn förum við síðan til Albir á Spáni. Við fljúgum til Alicante og tökum bílaleigubíl á flugvellinum og brunum þaðan fram hjá Alicante og Benidorm, klukkutíma leið til Albir. Þar tjekkum við okkur inn á hótelið Albir Garden og dveljum úi 12 daga. Við getum varla beðið og strákarnir eru svo spenntir líka.

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Frábært hjá ykkur, góða ferð út :-)

27 maí, 2006 18:22  
Anonymous Nafnlaus said...

Goda ferd elskurnar minar, vid hofum tad rosa gott her i svitjod, eg fekk tho ovaenta aelupest somu nott og vid forum ut svo ferdalagid var skelfilegt.. en vonandi hafidi tad GEGGJAD uti a spano :o) knus og kossar fra svitjod!!

28 maí, 2006 09:03  
Blogger Inga said...

Oh hvað það verður gaman hjá ykkur - ég verð alveg með ykkur í anda.

Kveðja Inga EMils

28 maí, 2006 20:16  

Skrifa ummæli

<< Home