Kosningar, flutningar...
Ég vil byrja á því að óska J-listanum á Hólmavík til hamingju með sigurinn í kosningum á og með að hafa náð þremur góðum manneskjum í hreppsnefnd og þremur pæjum í vara-hreppsnefnd! Húrra fyrir ykkur.
Við Sonja þrifum íbúðina hátt og lágt í gær og það var ómetanlegt að fá svona hörkukvendi mér til aðstoðar. Ég held að tuskan ég orðin gróin við mig því að ég er búin að fara um eins og stormsveipur á Hofteignum líka. Sonja og Snorri voru svo elskulega að bjóða mér í kosningagrill-vöku og þau létu meira að segja renna í heitt bað fyrir mig og dekruðu við mig. Ástarþakkir fyrir allt saman!
Rosalega var gaman að heyra frá Þorbjörgu og Sölva í Svíþjóð. Ég vona að þið hafið það æðislegt þarna á lúxushótelinu og að ælupestin hafi orðið eftir í flugvélinni ;)
Addi, Tómas og Brynjar eru á leið til Reykjavíkur og eru búnir að koma búslóðinni okkar inn á Hólmavík. Þá er bara málið að skila Skipholti af okkur í fyrramálið og skunda upp á Leifsstöð og halda á vit ævintýranna! Hafið það gott á meðan.
4 Comments:
Góða skemmtun í ferðalaginu, hlakka til að fá ykkur hingað til mín eftir ferðina.
Fékk nú aðeins að sjá framaní kallana þína í gær og Ísak var svo glaður að fá að passa Brynjar aðeins.
kv.Stína
Til hamingju með góðan árangur í skólanum og góða ferð til Spánar.
Kv. Hildur Emils
Góða ferð í sólina:)
Hafid that suuuuupppeeeeer gott og njotid solarinnar! hlakka til ad hitta ykkur brun og saet thegar thid komid heim:)
Skrifa ummæli
<< Home