Fjórði í aðventu.
Skellti mér út á lífið í gærkvöldi með Adda, Árdísi og Þorbjörgu minni. Byrjuðum á því að sitja hér heima og drekka gin og tónik, hlusta á tónlist, spjalla og hlusta á Adda og Árdísi spila, syngja og skemmta okkur Þorbjörgu. Þau eru alveg frábær systkinin þegar þau taka sig til og heilluðu okkur alveg uppúr skónum... það er meira að segja búið að panta þau til að skemmta í júní!
Allavega þá löbbuðum við niður í bæ og byrjuðum á Dillon þar sem ég hitti Öglu frænku mína og Kalla hennar. Þar voru Addi Tryggva og vinir og við héldum síðan með þeim niður í bæ og kíktum á Grand Rokk og Dubliner. Góð stemmning - skemmtilegt fólk!
Eftir að hafa sofnað rétt fyrir klukkan sjö í morgun vaknaði ég um tólf og fór um íbúðina eins og óð kona, þreif, skúraði og skrúbbaði. Addi fór í Borganes og náði í Tómas sem er kominn til að vera yfir jólin. Við erum komin í nettan jólafíling og ég er búin að fá tvær einkunnir af sjö, 8 og 9.
Það er víst kominn fjórði í aðventu og því ætla ég að klára dæmið og kveikti á fjórða og síðasta aðventukertinu. Fjórða kertið er Englakertið, sem minnir okkur á englana sem fluttu fréttina um fæðingu frelsarans.
Desemberfasta er í kristnum sið hugsuð sem undirbúningstími fyrir fæðingarhátíð Frelsarans. Hún heitir á latínu adventus sem merkir "tilkoma". Af því er smíðað tökuorðið aðventa og var frá miðri 14. öld notað jöfnum höndum við jólaföstu sem jafnan stendur í elstu lagahandritum og kemur einnig fyrir í norskum fornlögum en vék þar að mestu fyrir aðventu.
4. vísa:
Við kveikjum fjórum kertum á;
brátt kemur gesturinn
og allar þjóðir þurfa að sjá
að það er frelsarinn.
Góðar stundir!
Allavega þá löbbuðum við niður í bæ og byrjuðum á Dillon þar sem ég hitti Öglu frænku mína og Kalla hennar. Þar voru Addi Tryggva og vinir og við héldum síðan með þeim niður í bæ og kíktum á Grand Rokk og Dubliner. Góð stemmning - skemmtilegt fólk!
Eftir að hafa sofnað rétt fyrir klukkan sjö í morgun vaknaði ég um tólf og fór um íbúðina eins og óð kona, þreif, skúraði og skrúbbaði. Addi fór í Borganes og náði í Tómas sem er kominn til að vera yfir jólin. Við erum komin í nettan jólafíling og ég er búin að fá tvær einkunnir af sjö, 8 og 9.
Það er víst kominn fjórði í aðventu og því ætla ég að klára dæmið og kveikti á fjórða og síðasta aðventukertinu. Fjórða kertið er Englakertið, sem minnir okkur á englana sem fluttu fréttina um fæðingu frelsarans.
Desemberfasta er í kristnum sið hugsuð sem undirbúningstími fyrir fæðingarhátíð Frelsarans. Hún heitir á latínu adventus sem merkir "tilkoma". Af því er smíðað tökuorðið aðventa og var frá miðri 14. öld notað jöfnum höndum við jólaföstu sem jafnan stendur í elstu lagahandritum og kemur einnig fyrir í norskum fornlögum en vék þar að mestu fyrir aðventu.
4. vísa:
Við kveikjum fjórum kertum á;
brátt kemur gesturinn
og allar þjóðir þurfa að sjá
að það er frelsarinn.
Góðar stundir!
2 Comments:
En gaman hjá ykkur!!
Til hamingju með einkunnirnar mín fagra.
já vá.. takk fyrir síðast. þetta var ekkert smá gaman. Systkinin eru gædd þvílíkum hæfileikum og þau náðu svo sannarlega að heilla mig uppúr skónum!!! Mér fannst "hipparnir" svoooo skemmtilegir ;) hehe.. alveg til í tjútt með þeim aftur! ;)
Skrifa ummæli
<< Home