sunnudagur, desember 11, 2005

Þriðji sunnudagur í aðventu.


Mikið að gerast hér á bæ. Tómas kom og var hjá okkur um helgina. Addi vann 8-20 alla helgina og prófin enn í fullum gangi! Hlakka svo til þegar þessu tímabili líkur...

Í dag er þriðji sunnudagur í aðventu og fræðslan heldur áfram.

Aðventukransar fóru ekki að vera almennir á Íslandi fyrr en eftir síðari heimstyrjöldina, fyrst birtust þeir sem skraut í einstaka búðargluggum og á veitingahúsum og breyddust hægt út en fóru að vera almennari á árunum 1960-1970.

Fasta fyrir jól var áður fyrr lögboðin, stundum miðuð við Andrésmessu 30. nóvember, en oftast fjórða sunnudag fyrir jól. Þaðan eru sprottnir aðventusiðir síðari tíma. Þegar fastað var í katólskum sið var ekki étið kjöt. Erfitt er að geta sér til um hvers vegna fastað var á þennan hátt, en það má ímynda sér að það hafi komið til vegna þess að haustslátrun var þá lokið fyrir nokkru og þá fékk fólk nægt nýmeti, og því tímabært að spara kjötbyrðir og hvíla meltingarfærin, og þegar komið er fram á þennan árstíma stóð fengitími yfir svo heppilegast var að þurfa ekki að slátra strax aftur.

Þriðja kertið er Hirðakertið, nefnt eftir hirðingjunum sem fátækir og ómenntaðir fengu fyrst fregnina góðu um fæðingu frelsarans.

3. vísa

Við kveikjum þremur kertum á
því konungs beðið er,
þótt Jesús sjálfur jötu
og stráá jólum kysi sér.

Síðast en ekki síst þá kemur fyrsti jólasveinninn, stekkjastaur til byggða í kvöld eða fyrramálið. Þannig að nú mega börnin ekki gleyma að setja skóinn sinn út í glugga í kvöld og vera extra stillt og prúð!

Stekkjastaur kom fyrstur,
stinnur eins og tré.
Hann laumaðist í fjárhúsin
og lék á bóndans fé.

Hann vildi sjúga ærnar,
-þá varð þeim ekki um sel,
því greyið hafði staurfætur,
-það gekk nú ekki vel.

Jóhannes úr Kötlum

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

já það er hægt að fræðast um ýmislegt hér hjá þér Hildur mín.

en hvað segirðu vildi hann Stekkjastaur sjúga ærnar!! Þvílíkur náungi.. ég man alveg þegar maður las þessar vísur í grunnskóla bæði aðventuvísurnar og jólasveinavísurnar.

kv Inga litla lipurtá

11 desember, 2005 20:27  

Skrifa ummæli

<< Home