sunnudagur, desember 04, 2005

Annar sunnudagur í aðventu.

Þá höldum við fræðslunni um aðventuna áfram þar sem nú er kominn annar í aðventu.

Aðventukransinn á það sameiginlegt með flestu öðru skrauti sem er gert úr greinum sígrænna trjáa að hann er upprunninn í Þýskalandi eða norður Evrópu. Hið sígræna greni táknar lífið, sem er í Kristi. Hin logandi kerti benda til komu Jesú Krists hins lifandi ljóss.

Annað kertið er Betlehemskertið og heitir eftir fæðingarbæ Jesús þar sem ekkert rúm var fyrir hann.

Við kveikjum tveimur kertum á
og komu bíðum hans.
Því Drottinn sjálfur soninn þá
mun senda´ í líking manns.

Hafið það nú gott í dag.
Námsmenn lærið. Þú uppskerð eins og þú sáir.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

já aðventan er æði svo ekki sé meira sagt.

en vaðandi úr einu í annað.. ertu búin að sækja tónleikamiðana þína?

kv
Ingaló

04 desember, 2005 21:11  
Anonymous Nafnlaus said...

Nei ekki enn... er það alveg á næstunni?

05 desember, 2005 09:38  

Skrifa ummæli

<< Home