fimmtudagur, september 01, 2005

Nóg að gera!


Litli kúturinn minn verður 3ja ára á mánudaginn 5. september n.k. Af því tilefni ætlum við að vera með tvískipta afmælisveislu á sunnudaginn. Fyrst koma ættingjarnir kl.14 og síðan koma vinkonur mínar, makar og barn kl.18. Þannig að núna hefst bakstur af fullum krafti.

Síðasta sunnudag vorum við með lítið afmæliskaffi fyrir mömmu og Ásgeir og Kristínu og Gísla, af því að þau síðarnefndu eru að fara til Ameríku í dag og koma ekki heim fyrr en eftir afmæli. Brynjar fékk svakalega fína kuldaskó fyrir veturinn frá ömmu og afa og Bosh borvél sem er í miklu uppáhaldi hjá honum og Lewis gallabuxur og boli frá Kristínu og Gísla.

Ég er byrjuð í ræktinni og fer a.m.k. þrjá morgna kl.6:20 og púla. Mér finnst það æði!

Inga Emils er búin að vera hjá okkur síðan á sunnudag, þar sem hún er í staðlotu í Kennó og það er rosa fínt að hafa hana. Ég er byrjuð á fullu í skólanum og var einmitt að koma úr tímanum ,,Tvívíð formfræði myndlistar" núna og er að fara í ,,Leirmótun" í fyrramálið. Erla vinkona og Inga eru með mér í leirmótun þannig að það verður stuð í fyrramálið.

Annars er ég í þessum fögum í vetur:
Siðfræði,
Talað mál og framsögn,
Inngangur að samfélagsgreinum,
Biblíufræði,
Leiklist í kennslu unglinga,
Stræðfræði-nemandinn,
Tvíðvíð formfræði myndlistar og
Leirmótun.

= Crazy, I know!!! Þannig að eitt er víst að það verður NÓG að gera í vetur.

Tómas er á leiðinni frá Grundó og ætlar að vera hjá okkur um helgina :o)

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hæ hó rakst inn á gúrkutíðina þína;) bið að heilsa fylgist hér eftir reglulega með hérna;) Kveðja frá Hólmavík Hafrún

01 september, 2005 14:35  

Skrifa ummæli

<< Home