Jæja þá er Brynjar minn orðinn hress og eins og hann á að sér að vera - blessaður kallinn. Ég fór með strákana tvo og Söru á skemmtunina í Lágmúlanum á sunnudaginn frá kl.14-16. Þar var sko fjör! Nylon-stelpurnar, Benidikt Búálfur, Dídí mannabarn, Bárður og Birta, Cabarett-atriði, Hildur Vala, grillaðar pylsur, gos og nammi, hoppikastalar og rennibraut = draumur allra barna!
Það kom mér á óvart hve góðar Nylon-píurnar voru, þær voru mjög líflegar og með flott prógramm. Benidikt Búálfur missti annað eyrað :/ ,,og hann þurfti að setja það aftur á sig" ! Hann var með töfrabrögð og tók Tómas Andra upp í einu atriðinu, þar sem hann var að fjölga boltum og hélt því fram að Tómas væri með klút frá sér í vasanum. Ég hafði stuttu áður látið Tómas fá gemsann minn og ég var með gemsann hans Adda - þannig að við næðum alltaf í hvort annað ef að eitthvað kæmi uppá eða við myndum missa af hvort öðru. Benidikt lét Tómas tæma vasana fyrir framan alla og æpti upp yfir sig ,,Ertu með farsíma!!!" ,, hvað ertu eiginlega gamall!!" og töffarinn Tómas svarar í sakleysi sínu ,,sex ára" Það héldu sem sagt allir á þessari blessuðu samkomu að ég væri búin að gefa sex ára gömlum syni mínum GSM - eitthvað sem ég er ekki beint hlynnt, en só bí it!
Í gærkvöldi fórum við Sigrún vinkona út að borða á Ítalíu, voða kósý og gaman. Ég kom heim um þrjú leytið og vorum við ungu mæðurnar nokkuð ánægðar með okkur að tolla svona lengi úti - bara tvær :)
Í dag fórum við fjölskyldan í Kringluna þar sem strákarnir hlupu á milli leiktækja og suðuðu um ís, hlaupahjól, línuskauta o.fl. hehe, þeir eru ótrúlegir þessir ormar! Enduðum svo í óhollustu dauðans á KFC - tölum ekki meira um það.
Við tókum kvikmyndina Ray um daginn og hér kemur smá gagnrýni um hana. Ray Charles - einhver merkasti tónlistamaður frá upphafi og píanósnillingur af guðs náð. Ray fékk 6 tilnefningar á Óskarsverðlaunahátíðinni og vann 2 verðlaun. Söguþráður myndarinnar er sá að Jamie Foxx leikur Ray sem er blindur blökkumaður sem hefur unun af góðri tónlist og spilar á píanóið af stakri snilld. Kvikmyndin fer yfir mörg ár í lífi Ray's. Hún byrjar á því að Ray er 17 ára piltur á leið til Seattle til þess að hefja nýtt líf. Í kjölfarið fylgir síðan æðisleg atburðarás þar sem við fáum að fylgjast með Ray þróast í hinn eina sanna Ray Charles. Tónlistin spilar að sjálfsögðu stærstan part í lífi Ray's en ekki má gleyma kvenfólkinu og eiturlyfjunum. Á milli þess sem við fáum að fylgjast með honum stúderast í kringum tónlistina fylgjumst við með honum takast á við kvenna vandamál sín og dóp vandamál sín. Frábær mynd, ekki alveg dæmigerð saga og frábær tónlist frá upphafi til enda! Mæli með henni ef ykkur þyrstir í eina góða.
Það kom mér á óvart hve góðar Nylon-píurnar voru, þær voru mjög líflegar og með flott prógramm. Benidikt Búálfur missti annað eyrað :/ ,,og hann þurfti að setja það aftur á sig" ! Hann var með töfrabrögð og tók Tómas Andra upp í einu atriðinu, þar sem hann var að fjölga boltum og hélt því fram að Tómas væri með klút frá sér í vasanum. Ég hafði stuttu áður látið Tómas fá gemsann minn og ég var með gemsann hans Adda - þannig að við næðum alltaf í hvort annað ef að eitthvað kæmi uppá eða við myndum missa af hvort öðru. Benidikt lét Tómas tæma vasana fyrir framan alla og æpti upp yfir sig ,,Ertu með farsíma!!!" ,, hvað ertu eiginlega gamall!!" og töffarinn Tómas svarar í sakleysi sínu ,,sex ára" Það héldu sem sagt allir á þessari blessuðu samkomu að ég væri búin að gefa sex ára gömlum syni mínum GSM - eitthvað sem ég er ekki beint hlynnt, en só bí it!
Í gærkvöldi fórum við Sigrún vinkona út að borða á Ítalíu, voða kósý og gaman. Ég kom heim um þrjú leytið og vorum við ungu mæðurnar nokkuð ánægðar með okkur að tolla svona lengi úti - bara tvær :)
Í dag fórum við fjölskyldan í Kringluna þar sem strákarnir hlupu á milli leiktækja og suðuðu um ís, hlaupahjól, línuskauta o.fl. hehe, þeir eru ótrúlegir þessir ormar! Enduðum svo í óhollustu dauðans á KFC - tölum ekki meira um það.
Við tókum kvikmyndina Ray um daginn og hér kemur smá gagnrýni um hana. Ray Charles - einhver merkasti tónlistamaður frá upphafi og píanósnillingur af guðs náð. Ray fékk 6 tilnefningar á Óskarsverðlaunahátíðinni og vann 2 verðlaun. Söguþráður myndarinnar er sá að Jamie Foxx leikur Ray sem er blindur blökkumaður sem hefur unun af góðri tónlist og spilar á píanóið af stakri snilld. Kvikmyndin fer yfir mörg ár í lífi Ray's. Hún byrjar á því að Ray er 17 ára piltur á leið til Seattle til þess að hefja nýtt líf. Í kjölfarið fylgir síðan æðisleg atburðarás þar sem við fáum að fylgjast með Ray þróast í hinn eina sanna Ray Charles. Tónlistin spilar að sjálfsögðu stærstan part í lífi Ray's en ekki má gleyma kvenfólkinu og eiturlyfjunum. Á milli þess sem við fáum að fylgjast með honum stúderast í kringum tónlistina fylgjumst við með honum takast á við kvenna vandamál sín og dóp vandamál sín. Frábær mynd, ekki alveg dæmigerð saga og frábær tónlist frá upphafi til enda! Mæli með henni ef ykkur þyrstir í eina góða.
2 Comments:
Bíddu, hvenær eigum við eiginlega að fara í Vinabæ ?
JÁ, við verðum að skella okkur við fyrsta tækifæri, það er BINGÓ á miðviku-, föstu- og sunnudagskvöldmkvöldum! Hlakka til :)
Skrifa ummæli
<< Home