Stjörnunótt.
Mig langaði bara að benda á að Idolstjarnan okkar, hún Heiða, var að gefa út sína fyrstu plötu. Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson stýrir upptökum á plötunni sem inniheldur bæði ný og gömul lög. Á plötunni má finna lag sem nefnist Stjörnunótt sem hann Addi minn samdi texta við.
Ég hvet alla að sjálfsögðu til að hlusta á plötuna, sem er þrusugóð, kaupa sér hana eða sækja hana á tónlist.is. Þið verðið allavega öll að hlusta á lagið Stjörnunótt, við textann hans Adda, en það er nr. 8 á plötunni og er hægt að nálgast það hér.
Ég er auðvitað rosalega stolt af mínum manni og ætla því birta textann hér með leyfi höfundar ;)
Stjörnunótt
höf texta: Arnar S. Jónsson.
Augun lýsa ljúfri þrá
og eldur logar hjarta í
í hverju skrefi sem ég tek
ég velti vöngum yfir því
að veröldin er ekki lengur eins og fyrr.
Allt í einu virðist mér sem tíminn standi kyrr.
Í gegnum stríð og gegnum frið
við göngum saman hlið við hlið
þó heimur gráti og hljótt sé allt
í hlýjunni er aldrei kalt.
Og það er engin þörf að búa í skugga
ef bjart er úti.
Chorus:
(Ég) Sé á himnum stjörnufjöld
og þær lýsa mér í kvöld
ég sé bæði svart og hvítt
og það kviknar eitthvað nýtt.
(Ég) Sé á himnum stjörnuher
sem í burtu aldrei fer
lýsir veginn fyrir mér
að nóttu.
Við leiðumst öll í anda og trú
á allt hið góða, hér og nú,
í ljósinu er heimsins hlíf
og horfnar sálir öðlast líf
því það er engin þörf að búa í skugga
ef lífið bíður.
Chorus:
(Ég) Sé á himnum stjörnufjöld...
Í huganum er heimur nýr,
í draumum okkar vonin býr.
Ljósin veittu líf og þrótt
(og) lýstu mér á stjörnunótt.
Á nýjum stað við nýjan geim
næturhúmið ber mig heim.
Ljósin veittu líf og þrótt
(og) lýstu mér á stjörnunótt.
Lýstu, lýstu, stjörnunótt!
Leiddu mig í ljósið fljótt.
Undraveröld, vinur minn,
veitist okkur hér um sinn.
Lýstu, lýstu, stjörnunótt!
Leiddu mig í ljósið fljótt.
Í huganum er heimur nýr
í draumum okkar vonin býr.
Ljósin veittu líf og þrótt
og lýstu mér á stjörnunótt.
Á nýjum stað við nýjan geim
næturhúmið ber mig heim.
Ljósin veittu líf og þrótt
og lýstu mér á stjörnunótt.
Ég hvet alla að sjálfsögðu til að hlusta á plötuna, sem er þrusugóð, kaupa sér hana eða sækja hana á tónlist.is. Þið verðið allavega öll að hlusta á lagið Stjörnunótt, við textann hans Adda, en það er nr. 8 á plötunni og er hægt að nálgast það hér.
Ég er auðvitað rosalega stolt af mínum manni og ætla því birta textann hér með leyfi höfundar ;)
Stjörnunótt
höf texta: Arnar S. Jónsson.
Augun lýsa ljúfri þrá
og eldur logar hjarta í
í hverju skrefi sem ég tek
ég velti vöngum yfir því
að veröldin er ekki lengur eins og fyrr.
Allt í einu virðist mér sem tíminn standi kyrr.
Í gegnum stríð og gegnum frið
við göngum saman hlið við hlið
þó heimur gráti og hljótt sé allt
í hlýjunni er aldrei kalt.
Og það er engin þörf að búa í skugga
ef bjart er úti.
Chorus:
(Ég) Sé á himnum stjörnufjöld
og þær lýsa mér í kvöld
ég sé bæði svart og hvítt
og það kviknar eitthvað nýtt.
(Ég) Sé á himnum stjörnuher
sem í burtu aldrei fer
lýsir veginn fyrir mér
að nóttu.
Við leiðumst öll í anda og trú
á allt hið góða, hér og nú,
í ljósinu er heimsins hlíf
og horfnar sálir öðlast líf
því það er engin þörf að búa í skugga
ef lífið bíður.
Chorus:
(Ég) Sé á himnum stjörnufjöld...
Í huganum er heimur nýr,
í draumum okkar vonin býr.
Ljósin veittu líf og þrótt
(og) lýstu mér á stjörnunótt.
Á nýjum stað við nýjan geim
næturhúmið ber mig heim.
Ljósin veittu líf og þrótt
(og) lýstu mér á stjörnunótt.
Lýstu, lýstu, stjörnunótt!
Leiddu mig í ljósið fljótt.
Undraveröld, vinur minn,
veitist okkur hér um sinn.
Lýstu, lýstu, stjörnunótt!
Leiddu mig í ljósið fljótt.
Í huganum er heimur nýr
í draumum okkar vonin býr.
Ljósin veittu líf og þrótt
og lýstu mér á stjörnunótt.
Á nýjum stað við nýjan geim
næturhúmið ber mig heim.
Ljósin veittu líf og þrótt
og lýstu mér á stjörnunótt.
5 Comments:
Vá Addi! þú ert þvílíkur snillingur. Ótrúlega hæfileikaríkur og þessi texti er meiriháttar.. ég hedl ég verði að redda mér þessu lagi.
kv Þorbjörg
þetta er þrusu flott en annars finnst mér alltaf Helvítis Hólmavík lang flottasti textinn.
já meiriháttar, en ég held alltaf mest upp á textann um parið sem ætlaði að fara að trúlofa sig og þá fer ég að hugsa um leikfélagspartíin okkar og þá.... þig vitið hvað....
Þú ert svo mikið yndi Stína mín!
hæ já þetta er svaka flottur texti! ég bara vissi ekki að hann addi væri í þessum pakka! til hamingju með þetta :)
kv dagga
Skrifa ummæli
<< Home