I love you Copenhagen!
Þá er ég komin heim frá Danaveldi og er alsæl eftir frábæra ferð með þremur góðum vinkonum.
Föstudagur 11. nóvember.
Ferðin byrjaði nú reyndar ekki vel. Við fórum þrjár til Keflavíkur á fimmtudagskvöldinu og gistum heima hjá pabba sem var í N.Y. Við vöknuðum síðan um 04:00 og tókum okkur til og héldum upp á flugvöll og biðum fremstar í biðröðinni við ,,chek inn" til kl:05:00. Eftir það fengum við okkur morgunmat og kaffi á Kaffitári og versluðum síðan heilan helling í fríhöfninni eins og okkar var von og vísa. Um sjöleytið héldum við út í vél við gate 6 og komum okkur voða vel fyrir í fínu sætunum okkar - framarlega í vélinni. Við biðum í klukkutíma eftir að vélin færi í loftið en þá var okkur tilkynnt um bilun í bremsum vélarinnar og við beðnar að yfirgefa vélina. Ohhh svolítið pirraðar gengum við til baka inn í Leifsstöð. Við biðum frétta til kl.10:40, en þá var okkur tilkynnt að vélin færi í loftið kl.15:30!!! já 15:30, hálf fjögur!
Við tóku ansi pirraðir, sveittir og þreyttir 10 klukkutímar í Leifsstöð. En eftir þó nokkra bjóra, hvítvínsglös, hádegsiverð, enn meiri innkaup, kana og fleira héldum við á vit ævintýranna með vél Iceland Express til Kaupmannahafnar.
Við vorum síðan komnar á hótelið um kl.23, uppgefnar af þreytu og pirringi. Ég gat ekkert sofið í vélinni og var því búin að vaka í rúma 30 tíma. Þrátt fyrir allt rölltum við niður á Strik og kíktum á menninguna og fengum okkur Kebab.
Laugardagurinn 12. nóvember.
Við vöknuðum galvaskar eftir góða nótt í kóngsins Köbenhavn og beint í morgunverðarhlaðborð á hótelinu. Síðan var haldið í verslunarmiðstöðina Fisketorvet þar sem við vorum mættar fyrir opnun verslanna eða kl. 09:50! Þar vorum við síðan að versla til kl. 17! Geri aðrir betur. Já, já ég keypti auðvitað alltof mikið - en það var nú voða gaman ;)
Eftir það var bara tekin sturta og sjæn á hótlinu þar sem við áttum pantað borð á rosa fínum veitingastað, Firentze, um kl.19:30. Staðurinn var æðislegur og maturinn eftir því. Okkur leið voða vel og sátum þar fram eftir kvöldi. Síðar um kvöldið var haldið á tjúttið. Við fórum á Rosie Mcgee og vorum þar fram á nótt. Ég ætla ekkert að fara út í smáatriði varðandi það kvöld en drykkurinn var Gin og tónik og sú síðasta skilaði sér allavega fyrir kl.07:00, eftir svakaleg ævintýri og tilviljanir dauðans!
Sunnudagurinn 13. nóvember.
TÓMAS 7 ÁRA. Byrjaði á því að hringja í kútinn minn á Grundarfirði og óska honum til hamingju með daginn. Við vorum komnar á ról um hádegi (þótt ótrúlegt sé). Eftir góða sturtu var haldið niður á Strik þar sem við borðuðum á Mama Rosa. Það voru nú flestar verslanirnar lokaðar, en okkur tókst þó að finna nokkar sem voru opnar og styrktum þær að sjálfsögðu. Um kvöldið héldum við í jólatívolíið sem var hreint út sagt yndislegt! Þvílík jólastemning, jólagjögg og eplaskífur, heitt kakó og ristaðar möndlur. Það var bara allt jóla jóla, þvílíkar jólalýsingar og jólaskraut. Jólasveinninn nýtti sko aldeilis tækifærið og verlaði þarna og síðan keypti ég ótrúlega skemmtilega jólagjöf handa honum Brynjari mínum ;) Síðan skelltum við okkur í mat og drykk á Hard Rock.
Mánudagurinn 14. nóvember.
Síðasti dagurinn í Köben og auðvitað fórum við að versla! Við skelltum okkur niður á Strik í búðarráp, en fengum jú smjörþefinn af dönsku-strik-stemningunni. Við vorum vissulega spældar yfir því að hafa misst alveg heilan dag útaf þessarri seinkun þegar við komum, en gerðum bara gott úr því. Síðasta kvöldið fórum við síðan út að borða á skemmtistaðnum sem við djömmuðum á á laugardagskvöldinu og fyrir ótrúlega tilviljun vísaði þjónustustúlkan okkur á að setjast við sama borð og við sátum allt laugardagskvöldið. Það var alveg ótrúlegt, af öllum borðunum sem voru á staðnum.
Þriðjudagurinn 15. nóvember.
Heimferðin gekk vel í alla staði. 45 mín seinkun í þetta skipti, en það fannst okkur EKKI NEITT. Pabbi kom síðan og sótti okkur pæjurnar upp á völl og síðan héldum við allar til okkar heima.
Það var yndislegt að knúsa kallana mína aftur og finna litlar hendur leika um hár mitt. Nú er raunveruleikinn tekinn við á nýjan leik og grái hversdagsleikinn einhvernveginn svo yndislegur og kærkominn, (fyrir utan allan lærdóminn kannski sem liggur á mér eins og mara..) Ég sakna þó nærveru vinkvenna minna og er svo þakklát fyrir að eiga svona góðar og skemmtilegar vinkonur að. Ferðin var svo skemmtileg og ég kem til með að lifa á henni lengi og geyma þessar minningar í hjarta mér um ár og tíð.
Myndavélin mín brást mér illilega og ég verð að senda hana í viðgerð við fyrsta tækifæri, en gellurnar 3 tóku um 300 myndir úti sem þær ætla að brenna á diska fyrir mig og þá set ég hingað inn nokkrar góðar. Við ætlum að vera með myndakvöld um helgina ;o)
Nóg í bili.
Venlig hilsen.
Föstudagur 11. nóvember.
Ferðin byrjaði nú reyndar ekki vel. Við fórum þrjár til Keflavíkur á fimmtudagskvöldinu og gistum heima hjá pabba sem var í N.Y. Við vöknuðum síðan um 04:00 og tókum okkur til og héldum upp á flugvöll og biðum fremstar í biðröðinni við ,,chek inn" til kl:05:00. Eftir það fengum við okkur morgunmat og kaffi á Kaffitári og versluðum síðan heilan helling í fríhöfninni eins og okkar var von og vísa. Um sjöleytið héldum við út í vél við gate 6 og komum okkur voða vel fyrir í fínu sætunum okkar - framarlega í vélinni. Við biðum í klukkutíma eftir að vélin færi í loftið en þá var okkur tilkynnt um bilun í bremsum vélarinnar og við beðnar að yfirgefa vélina. Ohhh svolítið pirraðar gengum við til baka inn í Leifsstöð. Við biðum frétta til kl.10:40, en þá var okkur tilkynnt að vélin færi í loftið kl.15:30!!! já 15:30, hálf fjögur!
Við tóku ansi pirraðir, sveittir og þreyttir 10 klukkutímar í Leifsstöð. En eftir þó nokkra bjóra, hvítvínsglös, hádegsiverð, enn meiri innkaup, kana og fleira héldum við á vit ævintýranna með vél Iceland Express til Kaupmannahafnar.
Við vorum síðan komnar á hótelið um kl.23, uppgefnar af þreytu og pirringi. Ég gat ekkert sofið í vélinni og var því búin að vaka í rúma 30 tíma. Þrátt fyrir allt rölltum við niður á Strik og kíktum á menninguna og fengum okkur Kebab.
Laugardagurinn 12. nóvember.
Við vöknuðum galvaskar eftir góða nótt í kóngsins Köbenhavn og beint í morgunverðarhlaðborð á hótelinu. Síðan var haldið í verslunarmiðstöðina Fisketorvet þar sem við vorum mættar fyrir opnun verslanna eða kl. 09:50! Þar vorum við síðan að versla til kl. 17! Geri aðrir betur. Já, já ég keypti auðvitað alltof mikið - en það var nú voða gaman ;)
Eftir það var bara tekin sturta og sjæn á hótlinu þar sem við áttum pantað borð á rosa fínum veitingastað, Firentze, um kl.19:30. Staðurinn var æðislegur og maturinn eftir því. Okkur leið voða vel og sátum þar fram eftir kvöldi. Síðar um kvöldið var haldið á tjúttið. Við fórum á Rosie Mcgee og vorum þar fram á nótt. Ég ætla ekkert að fara út í smáatriði varðandi það kvöld en drykkurinn var Gin og tónik og sú síðasta skilaði sér allavega fyrir kl.07:00, eftir svakaleg ævintýri og tilviljanir dauðans!
Sunnudagurinn 13. nóvember.
TÓMAS 7 ÁRA. Byrjaði á því að hringja í kútinn minn á Grundarfirði og óska honum til hamingju með daginn. Við vorum komnar á ról um hádegi (þótt ótrúlegt sé). Eftir góða sturtu var haldið niður á Strik þar sem við borðuðum á Mama Rosa. Það voru nú flestar verslanirnar lokaðar, en okkur tókst þó að finna nokkar sem voru opnar og styrktum þær að sjálfsögðu. Um kvöldið héldum við í jólatívolíið sem var hreint út sagt yndislegt! Þvílík jólastemning, jólagjögg og eplaskífur, heitt kakó og ristaðar möndlur. Það var bara allt jóla jóla, þvílíkar jólalýsingar og jólaskraut. Jólasveinninn nýtti sko aldeilis tækifærið og verlaði þarna og síðan keypti ég ótrúlega skemmtilega jólagjöf handa honum Brynjari mínum ;) Síðan skelltum við okkur í mat og drykk á Hard Rock.
Mánudagurinn 14. nóvember.
Síðasti dagurinn í Köben og auðvitað fórum við að versla! Við skelltum okkur niður á Strik í búðarráp, en fengum jú smjörþefinn af dönsku-strik-stemningunni. Við vorum vissulega spældar yfir því að hafa misst alveg heilan dag útaf þessarri seinkun þegar við komum, en gerðum bara gott úr því. Síðasta kvöldið fórum við síðan út að borða á skemmtistaðnum sem við djömmuðum á á laugardagskvöldinu og fyrir ótrúlega tilviljun vísaði þjónustustúlkan okkur á að setjast við sama borð og við sátum allt laugardagskvöldið. Það var alveg ótrúlegt, af öllum borðunum sem voru á staðnum.
Þriðjudagurinn 15. nóvember.
Heimferðin gekk vel í alla staði. 45 mín seinkun í þetta skipti, en það fannst okkur EKKI NEITT. Pabbi kom síðan og sótti okkur pæjurnar upp á völl og síðan héldum við allar til okkar heima.
Það var yndislegt að knúsa kallana mína aftur og finna litlar hendur leika um hár mitt. Nú er raunveruleikinn tekinn við á nýjan leik og grái hversdagsleikinn einhvernveginn svo yndislegur og kærkominn, (fyrir utan allan lærdóminn kannski sem liggur á mér eins og mara..) Ég sakna þó nærveru vinkvenna minna og er svo þakklát fyrir að eiga svona góðar og skemmtilegar vinkonur að. Ferðin var svo skemmtileg og ég kem til með að lifa á henni lengi og geyma þessar minningar í hjarta mér um ár og tíð.
Myndavélin mín brást mér illilega og ég verð að senda hana í viðgerð við fyrsta tækifæri, en gellurnar 3 tóku um 300 myndir úti sem þær ætla að brenna á diska fyrir mig og þá set ég hingað inn nokkrar góðar. Við ætlum að vera með myndakvöld um helgina ;o)
Nóg í bili.
Venlig hilsen.
6 Comments:
Gaman að heyra að þetta hafi verið svona æðisleg ferð skvís :) Tafir í upphaf ferðarinnar eru bara afsökun til að fara aftur einhverntíma seinna til að bæta upp fyrir tapaðan tíma hehehe
Njóttu þess að vera komin heim í fjölskyldufaðminn :)
Knús,
Katlan
Velkomin heim sætust ! Ef þú hefur stund væri gaman að kíkja í kaffi :)
Velkomin heim þetta hefur verið frábært frí...
Elsku Hidlur mín! þessi ferð var svo skemmtileg og vel heppnuð. Takk fyrir alla skemmtunina ;) Hlakka til að hitta þig á sunnudaginn og fara yfir myndirnar okkr ;)
kv Þorbjörg
já takk fyrir ferðina Hildur mín, þetta var rosa stuð og tja! gott hjá þér að fara ekkert út í smáatriði þarna um kvöldið heheh ;)...sjáumst á sunnudaginn!
kv. Ragga
Hæ skvísa mín! Takk æðislega fyrir frábæra ferð í alla staði. Við munum sko lifa á þessari ferð alveg framm að þeirri næstu saman!! ;)
Hlakka til að sjá þig á sunnudag stúttfullar af myndum!!
Koss og knús
Skrifa ummæli
<< Home