þriðjudagur, september 13, 2005

Fyrsta pöntun afgreidd!


Jæja, þá er ég farin að afgreiða fyrstu alvöru pöntunina mína. Ég fékk pöntun um að gera mynd fyrir nýfætt stúlkubarn í fæðingagjöf og hér er myndin tilbúin. Læt fylgja hér ljósmyndir frá nokkrum sjónarhornum.

Myndin er teiknuð á endurunninn pappír með þurr-pastel-litum. Ef betur er að gáð má sjá að í vængjunum er stungið mynstur. Silfurlitaði rammin utan með er skorinn út og stunginn eins og mynstrið í vængjunum. Ég rammaði myndina inn í ramma sem undirstrikar dýpt og ég veit ekki hvort að það sést á ljósmyndunum en myndin er bólstruð. Það stendur á myndinni ,,Úr hendi vinar er steinninn epli" sem á að vera táknrænt af því að þeir sem hyggjast gefa myndina eru að gefa fyrsta barni vina sinna hana.

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

vá hvað þetta er flott:)

14 september, 2005 09:30  
Blogger Little miss mohawk said...

Yndislega fallegt :) mig langar mjög að biðja þig að gera fallega mynd handa mér í Undralandið :) griðastaðinn minn ! - how much beibí!!!

14 september, 2005 11:26  
Anonymous Nafnlaus said...

Hæhæ endilega fylgisti með Bjartey Líf það er 4444 til að komast inn hjá henni og plíííísss kvitti þið :)
ÞAð er soo gaman að sjá hverjir eru að skoða

15 september, 2005 00:50  
Anonymous Nafnlaus said...

geðveikt flottar myndirnar þínar!!

19 september, 2005 19:42  

Skrifa ummæli

<< Home