Brjálað að gera!
Við skelltum okkur norður um helgina, í smalamennsku í Steinadal. Óðaleigandinn Árdís var svo almennileg að lána okkur Undraland og við komum þangað á föstudagskvöldið eftir að hafa farið yfir Steinadalsheiði og verið aðeins 2 tíma og 40 mín á leiðinni. Þvílík ró og friður þarna og góði andinn í húsinu er engu líkur! Á laugardaginn hélt minn maður upp á fjall í leit að kindum ásamt meirihluta Steinadalsfjölskyldunnar. Við Brynjar höfðum það nú bara náðugt í Undralandi á meðan en fórum uppí dal um hádegi. Brynjar skemmti sér mjög vel innan um féð, í fjárhúsunum og í faðmi ættingjanna. Við kíktum síðan aðeins inn á Hólmavík á laugardagskvöldinu. Helgin var auðvitað alltof fljót að líða og okkur langaði ekkert heim á sunnudeginum. Fínar myndir frá helginni á síðunni hennar tengdamömmu.
Síðan tók við ný vika með líkamsrækt, lærdómi og tiltekt. Það er brjálað að gera. Við Addi erum bæði að vinna að stórum verkefnum í skólanum, Addi í hópverkefni en ég ein. Ég er að skrifa ritgerð um listir, menningu og menntun sem gildir 25% af lokaeinkunn í því fagi, þannig að það er eins gott að vanda sig!
Ég fór á Þjóðminjasafnið í gær með skólanum og skoðaði ýmislegt fróðlegt og skemmtilegt. Safnið er orðið þvílíkt flott og ég mæli með því að sem flestir kíkji þangað - afar vandað, áhugavert og vel uppsett safn.
Jæja, læra læra læra. Meira næst.
Síðan tók við ný vika með líkamsrækt, lærdómi og tiltekt. Það er brjálað að gera. Við Addi erum bæði að vinna að stórum verkefnum í skólanum, Addi í hópverkefni en ég ein. Ég er að skrifa ritgerð um listir, menningu og menntun sem gildir 25% af lokaeinkunn í því fagi, þannig að það er eins gott að vanda sig!
Ég fór á Þjóðminjasafnið í gær með skólanum og skoðaði ýmislegt fróðlegt og skemmtilegt. Safnið er orðið þvílíkt flott og ég mæli með því að sem flestir kíkji þangað - afar vandað, áhugavert og vel uppsett safn.
Jæja, læra læra læra. Meira næst.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home