Er ekki kominn tími til að blogga...
Litli drengurinn minn er svo stilltur og góður að ég get varla lýst því! Hann er bara eins og engill alla daga núna. Leikur sér svo fallega með dótið sitt og er bara svo yndislegur á allan hátt. Hann er að byrja á Nóaborg á mánudaginn næsta og er orðinn mjög spenntur, enda erum við búin að fara nokkrum sinnum og leika okkur á leiksvæðinu þar eftir lokun.
Addi er búinn í 3 prófum og fer í það síðasta á mánudaginn. Ég tek ofan fyrir dugnaðinum í mínum manni, það er sko ekkert grín að vera að læra, skrifa ritgerðir og taka próf á sumrin. Það fer að styttast í annan endann á vinnunni í Smáratorgi og við tekur Kennaraháskólinn mánudaginn 22. ágúst n.k. Síðan fer minn maður í ferðalag, fótgangandi bakpokaferð með bekknum sínum helgina á eftir. Það verður ábyggilega gagn og gaman!
Við vorum að koma frá Sonju og Snorra en þau eru nýflutt í íbúðina sem þau keyptu sér í Grafarholtinu. Þau eru búin að koma sér mjög vel fyrir og það er rosa huggulegt og fínt hjá þeim og reglulega gaman að koma til þeirra. Hanna Sigga var svo elskuleg að vera hérna hjá Brynjari á meðan og hann var rosa glaður að hafa hana hjá sér :)
Ég byrja í skólanum mánudaginn 29. ágúst og er heldur betur farin að hlakka til. Það verður spennandi að vita í hvaða bekk ég lendi, en ég vonast nú til að lenda í bekk með henni Erlu vinkonu sem er einmitt í D-bekk. Það er svaka mikið að gerast í hennar og Halla lífi þar sem þau eiga von á litlu kríli eftir áramótin sem eru virkilega spennandi og skemmtilegar fréttir!
Við Addi fjárfestum í fartölvu í gær, IBM-thinkPad vörsen end körsen týpu! Allavega þá á hún eftir að koma sér afar vel í námi okkar beggja í vetur og nú getum við farið að sofa sátt og hætt að rífast um einu borðtölvuna sem var á heimilinu! hehehe :)
Úff klukkan er að verða þrjú!!!!! Bless í bili.
Í þessum skrifuðu orðum segir Addi við mig ,,það hlýtur að vera hættulegasta starf í heimi að vera tónlistarmaður - því að meirihlutinn af þessu fólki hefur dáið um þrjátíu ára aldur" Hann er gjörsamlega límdur við tónlistarbókina(biblíuna) sem hann fékk frá Árdísi í afmælisgjöf! Litli tónlistar- og bókanördinn minn :o)
Addi er búinn í 3 prófum og fer í það síðasta á mánudaginn. Ég tek ofan fyrir dugnaðinum í mínum manni, það er sko ekkert grín að vera að læra, skrifa ritgerðir og taka próf á sumrin. Það fer að styttast í annan endann á vinnunni í Smáratorgi og við tekur Kennaraháskólinn mánudaginn 22. ágúst n.k. Síðan fer minn maður í ferðalag, fótgangandi bakpokaferð með bekknum sínum helgina á eftir. Það verður ábyggilega gagn og gaman!
Við vorum að koma frá Sonju og Snorra en þau eru nýflutt í íbúðina sem þau keyptu sér í Grafarholtinu. Þau eru búin að koma sér mjög vel fyrir og það er rosa huggulegt og fínt hjá þeim og reglulega gaman að koma til þeirra. Hanna Sigga var svo elskuleg að vera hérna hjá Brynjari á meðan og hann var rosa glaður að hafa hana hjá sér :)
Ég byrja í skólanum mánudaginn 29. ágúst og er heldur betur farin að hlakka til. Það verður spennandi að vita í hvaða bekk ég lendi, en ég vonast nú til að lenda í bekk með henni Erlu vinkonu sem er einmitt í D-bekk. Það er svaka mikið að gerast í hennar og Halla lífi þar sem þau eiga von á litlu kríli eftir áramótin sem eru virkilega spennandi og skemmtilegar fréttir!
Við Addi fjárfestum í fartölvu í gær, IBM-thinkPad vörsen end körsen týpu! Allavega þá á hún eftir að koma sér afar vel í námi okkar beggja í vetur og nú getum við farið að sofa sátt og hætt að rífast um einu borðtölvuna sem var á heimilinu! hehehe :)
Úff klukkan er að verða þrjú!!!!! Bless í bili.
Í þessum skrifuðu orðum segir Addi við mig ,,það hlýtur að vera hættulegasta starf í heimi að vera tónlistarmaður - því að meirihlutinn af þessu fólki hefur dáið um þrjátíu ára aldur" Hann er gjörsamlega límdur við tónlistarbókina(biblíuna) sem hann fékk frá Árdísi í afmælisgjöf! Litli tónlistar- og bókanördinn minn :o)
3 Comments:
Rosalega verður gaman í skólanum hjá ykkur. Vildi ég væri ung að byrja í skóla.... Já og takk fyrir afmæliskveðjuna fyrir hönd Adda (sem er staddur í rafting í Skagafirði)
Þú ert ung, Stína! ...bara ekki að byrja í skóla :)
Hæ Hæ og hó ég kem bráðum suður og hlakka til að sjá ykkur. vonandi heldur hann sér fast og allir nemendurnir. þ.e. Addi hennar Stínu
Skrifa ummæli
<< Home