Madagascar!
Við Addi og Brynjar skelltum okkur í bíó núna kl.18:30. Brynjar var að fara í fyrsta skipti í bíó og við sáum Madagascar sem var bara ansi skemmtileg ævintýramynd, skemmtileg lög í henni, frábærir litir og ágætis söguþráður.
Addi er búinn að vera að vinna í sjö daga frá kl.7 til 19:30 og er núna í langþráðu 2ja daga fríi. Við vorum að sækja Tómas á BSÍ - hann kom með rútunni frá Grundó núna um níu, hann er orðinn svo stór og duglegur strákur að hann kemur bara einn með rútunni! :)
3 Comments:
Duglegur er hann Tómas ég er að huksa um að skella mér á myndina þegar ég kem tilbaka:)
Gaman að skoða myndirnar ég skellti líka nokkrum á bloggið mitt kveðja Ásdís amma mamma
Hugsið ykkur... að vera að fara í fyrsta skifti í bíó...Yndislegt.. Ég man þegar ég fór í fyrsta skifti í bíó með pabba mínum á Akureyri og sá Disneymynd Mjallhvít og dvergana sjö....
Skrifa ummæli
<< Home