laugardagur, júlí 16, 2005


Hér er snudduhorn í Húsdýragarðinum. Það vikar þannig að börnin gefa litla kálfinum snuðið sitt þegar þau hætta að nota það. Það á að virka hvetjandi á börnin til að hætta með snuð. Við ákváðum að prófa og jú Brynjar var sko alveg á því að gefa litla kálfinum snuðið sitt (ég þóttist setja það á en stakk því í vasann) en síðan eftir svona 2 klukkutíma byrjuðu litlu varirnar að skjálfa og hann varð mjög dapur og leiður og sá svakalega eftir því að hafa gefið Dropa snuðið sitt, en samt vissi hann að Dropi hefði meiri not fyrir það þar sem hann ,,var ekki hjá mömmu sinnu"! Við fórum til baka og Brynjar vildi fá snuðið sitt aftur en ætlar að koma fljótlega aftur, eða þegar hann er tilbúinn til þess :) Litla músin.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home